is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44904

Titill: 
  • Virði náms í verkefnastjórnun við atvinnuleit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kröfur atvinnulífsins benda til mikilvægi þess að hafa bæði reynslu og þekkingu sem verkefnastjóri þegar ráðast á í flóknari verkefni. Fagleg verkefnastjórnun hefur aukist og mun notkun hennar halda áfram að aukast og þróast í takt við hraðar breytingar í nútíma atvinnulífi. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur hvað gerir einstakling með framhaldsnám í verkefnastjórnun aðlaðandi í augum mannauðsstjóra, ásamt því að skilja betur hvort það sé raunverulegur kostur fram yfir aðra umsækjendur að hafa framhaldsnám í verkefnastjórnun þegar leitað er að draumastarfinu. Framkvæmd var rannsókn þar sem dreift var opnum spurningalista meðal mannauðstjóra á Íslandi ásamt því að innihaldsgreina atvinnuauglýsingar fyrir störf verkefnastjóra. Þegar auglýst er eftir verkefnastjórum er oftar en ekki verið að leita að reynslu en ekki einstakling með gráðu í verkefnastjórnun. Þó benda niðurstöður til þess að það sé aukin krafa í nútíma atvinnulífi að vera menntaður sem slíkur þegar ráðið er inn í stöður verkefnastjóra. Verkefnastjórar með gráðu í faginu eru taldir hafa betri skipulagshæfni og meiri faglega þekkingu þó svo að nýútskrifuðum verkefnastjórum skorti oft reynsluna. Niðurstöður benda þó til þess að það sé mikið virði í námi í verkefnastjórnun. Það veitir forskot á aðra umsækjendur og mannauðstjórar á Íslandi telja sig vera að fá betri verkefnastjóra ef umsækjandi hefur lokið námi í verkefnastjórnun. Námið nýtist því hverjum þeim sem vill verða betri verkefnastjóri, verða eftirsóttari á vinnumarkaði og efla sig persónulega.

Samþykkt: 
  • 8.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Virði náms í verkefnastjórnun við atvinnuleit.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna