is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44909

Titill: 
 • Tengsl kynferðisofbeldis og áfallatengdra svefnvandamála á meðal kvenna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Tengsl kynferðisofbeldis við þróun áfallatengdra svefnvandamála (ÁS) er
  rannsóknarefni sem lítið hefur verið skoðað, en vísbendingar eru um að kynferðisofbeldi gæti mögulega leitt til ÁS. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna algengi ÁS, skoða mögulega áhættuþætti fyrir ÁS (til dæmis aldur við fyrsta kynferðisbrot) og kanna tengsl milli félags- og efnahagsstöðu og ÁS meðal kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Aðferð: Þátttakendur í rannsókninni voru 1363 konur (18-69 ára; meðalaldur 43 ár), sem tóku þátt í ferilsrannsókninni Áfallasaga kvenna. Úrtak rannsóknarinnar voru konur semhöfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi og töldu það vera sitt versta áfall á lífsleiðinni. Konurnar svöruðu spurningu úr Life event checklist for DSM-5 (LEC-5) sjálfsmatskvarðanum um hvort þær höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni ásamt því að svara Pittsburgh SleepQuality Index Addendum for PTSD (PSQI-A) sjálfsmatskvarðanum til að meta einkenni ÁS síðastliðinn mánuð. Kí-kvaðrat próf var notað við úrvinnslu gagna.
  Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 16% kvenna voru með ÁS. Konur sem náðu skilmerkjum fyrir ÁS voru oftar ungar (í aldurshópnum 18-29 ára), með lægra menntunarstig, lægri tekjur, ekki á vinnumarkaði og einhleypar, miðað við konur sem ekkináðu skilmerkjum fyrir ÁS (p < 0,01). Einnig sýndu niðurstöður að þær konur sem urðu fyrir kynferðisofbeldi í fyrsta skipti í bernsku voru frekar með ÁS en þær konur sem urðu fyrst fyrir ofbeldinu seinna á lífsleiðinni (21%; 15%, í þeirri röð; p < 0,05).
  Ályktanir: Næmiskeið er mögulega til staðar í bernsku fyrir ÁS meðal kvenna sem verða fyrir kynferðisofbeldi. Þá benda niðurstöður einnig til að konur með ÁS séu með verri félags- og efnahagsstöðu en aðrar konur. Áhugavert var að ungar konur voru frekar með ÁS en þær sem voru eldri. Mögulega ástæða fyrir því er að kynferðisofbeldi gerist oft snemma á lífsleiðinni og því styttra síðan þessar konur urðu fyrir ofbeldinu, en afleiðingar áfalls koma oft fram fljótt eftir áfallið. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er því mikilvægt að skima fyrir ÁS meðal kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og að meðferð standi þeim til boða.

Samþykkt: 
 • 9.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Ritgerd_ERS_Loka.pdf498.93 kBLokaður til...01.09.2024HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf161.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF