is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44911

Titill: 
  • Geislaskammtar í röntgenrannsóknum af hryggskekkju
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Læknisfræðileg myndgreining spilar stórt hlutverk í greiningu, meðferð og eftirfylgni á hryggskekkju. Algengasta myndgreiningin fyrir slíkt er röntgen. Hryggskekkja er þegar skekkja er á hryggnum. Við greiningu á hryggskekkju er notast við að Cobb horn skuli vera yfir 10 gráður á hefðbundinni posterior anterior (PA) röntgenmynd. Geislunarsvæði er ákvarðað með sjáanlegu ljósi sem kemur úr geislabeininum (e. collimator) sem er í röntgenlampanum. Með því að afmarka geislunarsvæðið er verið að verja aðra líkamsparta fyrir óþarfa geislun. Áhrif jónandi geislunar á líkamann fer eftir því hversu margar frumur skaddast og hvernig skaði á sér stað. Flatargeislun er mælistærð sem segir til um þann skammt og magn vefs sem varð fyrir geislun. Með því að nota flatargeislun til að fylgjast með styrk geislunar er verið að passa upp á hag sjúklinga.
    Markmið: Markmið þessarar rannsóknar er að skoða geislaskammta hjá einstaklingum sem fara í röntgen sökum hryggskekkju á Landspítalanum í Fossvogi árið 2022.
    Efni og aðferðir: Rannsókn þessi var megindleg og afturskyggð. Skoðaðar voru hryggskekkjurannsóknir sem framkvæmdar voru á þremur röntgentækjum á Landspítalanum í Fossvogi árið 2022. Rannsakandi nálgaðist gögn í tölvukerfi Landspítalans og skráði niður í skjal sem geymt var í tölvu hans. Notast var við forritið Enterprise Imaging frá Agfa HealthCare til þess að nálgast gögn fyrir þessa rannsókn. Úrtakið voru allir þeir einstaklingar sem komu í röntgen hryggskekkjurannsókn á Landspítalanum í Fossvogi á tímabilinu 1. janúar til 31. desember á árinu 2022, óháð aldri eða kyni. Í heildina voru þetta 117 hryggskekkjurannsóknir. Skráð var niður aldur, kyn, tökugildi, fjölda mynda, tegundir mynda og flatargeislun. Við skráningu á heildarflatargeislun í hverri rannsókn lagði rannsakandi saman flatargeislun allra mynda sem teknar voru af sjúkling í þeirri rannsókn. Notast var við tölvureikniforritið Microsoft Excel og tölfræðiforritið R við alla úrvinnslu gagna. Framkvæmt var óparað t-próf til að bera saman meðaltal af heildargeislaskammti hjá fullorðnum og börnum. Einnig var framkvæmt einhliða t-próf hjá einstaklingum undir 18 ára sem einungis voru teknar PA myndir af.
    Niðurstöður: Yngsti einstaklingurinn í úrtakinu var 4 ára og sá elsti 76 ára. Af þessum 117 einstaklingum voru 77 þeirra undir 18 ára, svo 65,8% af úrtakinu voru börn. Af öllu úrtakinu, var af þeim 51 karlkyns og 66 kvenkyns. Fjöldi mynda sem hver einstaklingur fór í var á bilinu tvær og upp í níu myndir. Notast var við kVp frá 60 kVp og upp í 85 kVp fyrir myndirnar í úrtakinu. Notast var við mAs frá 3 mAs og upp í 459 mAs. Meðalgeislaskammtur fyrir alla í úrtakinu var 16,89 dGycm2. Meðalgeislaskammtur fullorðna var 24,80 dGycm2. Meðalgeislaskammtur hjá einstaklingum undir 18 ára var 12,77 dGycm2. Meðalgeislaskammturinn hjá þeim undir 18 ára sem einungis voru teknar PA myndir af var 8,93 dGycm2.
    Ályktanir: Erfitt var að leggja mat á geislaskammtanna fyrir allt úrtakið þar sem ekki fundust greinar sem voru með slík viðmið. Rannsóknin leiddi þó í ljós að geislaskammtar fyrir börn á aldrinum 1-18 ára sem einungis voru teknar PA myndir af voru yfir því viðmiði sem sett var.

Samþykkt: 
  • 9.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing_hgþ.pdf593.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Diplómaritgerð_Hafdis3_loka.pdf9.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna