is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4492

Titill: 
  • Frá Bjólan til Bjólfs. Mannanöfn í sögum tengdum Austfirðingafjórðungi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skoða ég nöfn í Austfirðingafjórðungi eins og hann var skilgreindur til forna. Ég set fram þá spurningu hvort nöfn sögupersóna Austfirðingasagnanna hafi verið algengari í Austfirðingafjórðungi en annars staðar á landinu og hvort þau hafi enst þar lengur en annars staðar. Eins skoða ég hvort þau hafi verið algengari nærri sögusviðum Austfirðingasagnanna en annars staðar á landinu.
    Ég nafntek Austfirðingasögur, þær sem Hið íslenzka fornritafélag gaf út 1950, XI. bindi og þann hluta Landnámabókar, frá 1968, I.bindi, sem segir frá landnámi í fjórðungnum. Ég bý til skrá yfir öll mannanöfn sem koma fyrir. Skráð nöfn ber ég saman við fjölda nafnbera í Austfirðingafjórðungi skv. manntölum árin 1703, 1855 og 2006 og finn út hlutfall þeirra m.v. landið allt. Í framhaldinu skoða ég endingu nafna og einstök nöfn á svæðinu ásamt því að tala við umtalsverðan fjölda fólks til staðfestingar því að nafnberar séu sannanlega nefndir eftir sögunum. Um nafnbera fjalla ég hvern um sig í ritgerðinni.
    Að loknu þessu verkefni kemst ég að þeirri niðurstöðu að í Austfirðingafjórðungi hafa ákveðin nöfn úr sögunum verið nokkuð algeng og enst þar nokkuð lengi. Sum horfið alfarið. Önnur horfið um tíma og verið tekin upp afur. Nokkur nöfn virðast hafa verið algerlega bundin við fjórðunginn og fjögur nöfn eru það enn í dag. Niðurstöður sýna að nokkur hluti Austfirðinga hefur á öllum tímum valið sögunöfn á börn sín og sú hefð er alls ekki að deyja út.
    Kennslufræði tengd verkefninu kemur í lok ritgerðarinnar og verkefnabanki úr Hrafnkels sögu Freysgoða fylgir í viðauka. Ástæða þess að ég valdi þá sögu til að vinna verkefni úr er að hún er lang vinsælust Austfirðingasaganna og kennd í grunn- og menntaskólum á svæðinu. Full ástæða er til að vinna verkefni úr öðrum sögum og bíður betri tíma.

Samþykkt: 
  • 5.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GK_ritgerd_fixed.pdf498.01 kBOpinnHeildartexti án viðaukaPDFSkoða/Opna
GK_Hlutfall_nafna_i_Austfirdingafjordungi_1703_fixed.pdf17.09 kBOpinnFylgiskjal 1PDFSkoða/Opna
GK_Hlutfall_nafna_i_Austfirdingafjordungi_1855_fixed.pdf17.15 kBOpinnFylgiskjal 2PDFSkoða/Opna
GK_Hlutfall_nafna_i_Austfirdingafjordungi_2006_fixed.pdf19.23 kBOpinnFylgiskjal 3PDFSkoða/Opna
GK_Hlutfall_nafna_Austfirdinga_oll_manntol_fixed.pdf42.98 kBOpinnFylgiskjal 4PDFSkoða/Opna
GK_Verkefnabok_A4_fixed.pdf167.54 kBOpinnFylgiskjal 5PDFSkoða/Opna
GK_ Nofn_sem_ekki_komu_fram_i_manntolum.pdf10.04 kBOpinnFylgiskjal 6PDFSkoða/Opna
GK_Oll_nofn_ur_Austfirdingafjordungi_skv_Austfirdingasogum_og_Landnamu_fixed.pdf51.26 kBOpinnFylgiskjal 7PDFSkoða/Opna