is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44928

Titill: 
  • Samfélagsmiðlar og ofbeldi ungs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfélagsmiðlar gegna stóru hlutverki í lífi margra, einkum ungs fólks. Núorðið hefur nánast hvert einasta ungmenni hér á landi sinn eigin snjallsíma og hina ýmsu persónulegu samfélagsmiðlaaðganga. Þangað sækir ungt fólk bæði afþreyingu og deilir ýmsu efni með öðrum. Samfélagsmiðlar taka auk þess sífellt breytingum, m.a. hvað varðar hraða samskipta og deilingar myndefnis. Þessir miðlar hafa því skapað aukin tækifæri fyrir ungt fólk til að vanvirða og gera lítið úr hvert öðru. Í ljósi þessarar þróunar er markmið þessarar ritgerðar að skoða áhrif samfélagsmiðla á ofbeldishegðun ungs fólks. Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Hver eru tengsl samfélagsmiðla og ofbeldis ungs fólks? Leitað var svara við rannsóknarspurningunni á grundvelli fyrirliggjandi rannsókna. Niðurstöðurnar benda til þess að samfélagsmiðlar ýti undir hvers kyns neikvæða hegðun og þar með talið ofbeldishegðun. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að hópamyndun ungs fólks á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega hópa sem sýni ofbeldishegðun áhuga, virðist skila sér í alvarlegum ofbeldisbrotum ungs fólks í raunheimum. Niðurstöður sýna einnig að slíkir hópar og þeirra starfsemi er vandamál á heimsvísu. Þó nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á ofbeldi ungs fólks hérlendis en fáar hafa verið gerðar á ofbeldishópum sem slíkum. Að sama skapi hafa fáar rannsóknir skoðað tengsl samfélagsmiðla og ofbeldis ungs fólks. Í ljósi aukningar ofbeldisbrota meðal ungs fólks hér á landi undanfarin ár og alvarlegra tilvika þar sem myndefni af ofbeldinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum er brýn þörf að rannsaka tengsl samfélagsmiðla og ofbeldishegðunar ungs fólks.

  • Útdráttur er á ensku

    Social media is a big part of most people´s lives today, especially in the lives of young people. Nowadays, almost every teenager has their own smartphone and various personal social media accounts. Social media is both a platform for entertainment for young people and a platform where they can share content with others. Social media is constantly changing, including the pace of interaction and distribution of visual content. Therefore, social media have also given young people more opportunities to disrespect each other and put each other down. In light of this development the aim of this paper is to examine the impact of social media on young people´s violent behavior. The research question is as follows: What are the links between social media and violent behavior among young people? The research question is answered on the basis of prior research. The results indicate that social media seems to encourage any type of negative behavior, including violent behavior. Results show that a certain kind of group-forming on social media, in particular groups that look favorably on violence, can result in serious violence offline. The results also show that those groups and their activities are an international problem. Some research has been done in Iceland on youth violence, but few have been aimed at group violence as such. Not much research has been carried out in Iceland on the relationship between social media and violence among young people either. In light of the increase in violence among young people in the past few years, and serious incidences where violent incidents have been recorded and distributed on social media, further research on the connection of social media and youth violence is much needed.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samfélagsmiðlar og ofbeldi ungs fólks.pdf422,6 kBOpinnPDFSkoða/Opna