is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44933

Titill: 
  • Áhrif sáttamiðlunar fyrir ungmenni sem leiðst hafa út í afbrot
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afbrot ungmenna er alvarlegt og útbreitt vandamál. Til eru ýmis úrræði til að bregðast við hinum ýmsu afbrotum og fara þau eftir alvarleika brota. Eitt af þessum úrræðum er sáttamiðlun. Sáttamiðlun er mikið notuð erlendis í tengslum við afbrot ungmenna, þar sem unnið er að því að skila einstaklingum betri út í samfélagið. Sáttamiðlun virkar þannig að brotamaður, brotaþoli, foreldri eða forráðamaður og sáttamiðlari koma saman við borð og ræða brotið sem átti sér stað. Hér fær brotaþoli tækifæri til að stjórna ferðinni og fá möguleg svör við þeim spurningum sem hann hefur um atburðinn sem átti sér stað. Þetta getur aðstoðað brotaþola við bataferlið. Tilgangur sáttamiðlunar í brotamálum er að fá brotamann til þess að taka ábyrgð á gjörðum sínum og að þeir einstaklingar sem eiga hlut að í máli gangi betri frá borði. Sáttamiðlun getur reynst ungmennum góð þar sem þau eru enn að þroskast og geta mögulega lært af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Markmiðið með þessu verkefni er að skoða hver áhrif sáttamiðlunar eru fyrir ungmenni sem framið hafa afbrot. Afbrot ungmenna á Íslandi þykja mikið áhyggjuefni meðal lögreglu, foreldra og annarra í samfélaginu. Aðstæður ungmenna geta verið ýmiskonar og haft mikil áhrif áhrif á hegðun þeirra. Ákvarðanir sem ungir einstaklingar taka geta oft verið slæmar og haft áhrif á hvernig framtíð þeirra verður. Skoðað verður hvort að aðferðin sáttamiðlun sé gott eða hentugt úrræði fyrir ungmenni með því að skoða fyrirliggjandi rannsóknir sem gerðar hafa verið í hinum ýmsu löndum, meðal annars rannsóknir frá Íslandi. Sáttamiðlun er aðferð sem má nota á marga vegu og verður skoðað betur hvernig Norðurlöndin hafa nýtt sér sáttamiðlun í tengslum við afbrot ungmenna og hvort þessi aðferð gæti gagnast Íslandi eitthvað þegar kemur að minniháttar afbrotum ungmenna.

  • Útdráttur er á ensku

    Youth delinquency is a serious and widespread problem. There are many different resources available to deal with the various crimes, depending on the seriousness of the crime. One of these resources is alternative dispute resolution also known as ADR. That method has proven to work well for young people as they are still developing and can possibly learn from the mistakes They have made. Mediation is a method that works by bringing together the offender, victim, a parent and a mediator come together to discuss the committed offense that took place. The victim gets the opportunity to lead the mediation and get possible answers to questions about the crime. This can help the victim in the recovery process. The purpose of the mediation in criminal cases is to get the offender to take responsibility for his actions and for the individuals involved to leave the mediation better than before. The aim of this project is to examine the effects of ADR for young people who have committed crimes. Youth crimes in Iceland are a major concern among the police, parents and others in the society. The circumstances of young people can be various and they can affect their behavior. Young peple often make bad decisions which can affect how their future plays out. It will be further looked at whether or not the method of ADR is a good or suitable resource for young people by looking at the available research that has been done in various countries, including research from Iceland. ADR is a method that can be used in many ways, and we will take a closer look at how the Nordic countries have been using ADR in relation to juvenile delinquency and whether this method could benefit Iceland in any way when it comes to minor juvenile delinquency.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Eva Dögg Sæmundsdóttir pdf.pdf533.63 kBOpinnPDFSkoða/Opna