Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44934
Í áranna rás hefur verið deilt um lögleiðingu kannabis víða um heim og skoðanir verið mjög skiptar varðandi kosti og galla þess að lögleiða efnið. Umræðan hefur verið áberandi á undanförnum árum þar sem nokkur lönd hafa lögleitt efnið ásamt nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Hér á Íslandi má bæði heyra raddir þeirra sem telja að lögleiðing kannabis yrði breyting til batnaðar sem og raddir þeirra sem telja að lögleiðingin myndi verða víti til varnaðar síðar. Áhugavert er að skoða hverju þessar ólíku skoðanir tengjast, hefur aldur áhrif og má þá sjá kynslóðamun í viðhorfum til kannabis? Þessi rannsókn byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð og tilgangur hennar er að kanna hvort munur sé á milli kynslóða þegar kemur að afstöðu til lögleiðingar kannabis. Til að skoða þetta voru tekin eigindleg viðtöl við sex einstaklinga sem tilheyra þremur kynslóðum, tvo viðmælendur frá hverri kynslóð. Kynslóðirnar sem teknar voru fyrir voru: Kynslóð Z, Kynslóð X og Þögla kynslóðin. Rannsakandi ályktaði fyrir rannsóknina að einstaklingar sem tilheyrðu yngri kynslóðum væru opnari fyrir hugmyndum um að lögleiða kannabis en fólk sem tilheyrði eldri kynslóðum.
Í ljós kom að viðmælendur höfðu mjög ólíkar og skiptar skoðanir á viðfangsefninu þar sem sumir höfðu sterkar skoðanir og gáfu mjög ítarleg svör en aðrir höfðu ekki velt umræðuefninu mikið fyrir sér. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að það sé ekki skýr kynslóðamunur á viðhorfum til lögleiðingar kannabis heldur sé það frekar reynsla einstaklinga sem hafði áhrif á viðhorf til lögleiðingar kannabis.
The legalization of cannabis has been debated for years in many parts of the world and is still a hot topic of discussion today and will probably be for years to come. Opinions have been very divided regarding the pros and cons of legalizing the substance. The debate has been prominent in recent years as several countries have legalized the substance along with several US states. This study is based on a qualitative research method and its purpose is to explore the research question of whether there are differences between generations when it comes to attitudes toward the legalization of cannabis. To investigate this question, interviews were conducted with six individuals from three generations, two from each, namely Generation Z, Generation X, and The Silent Generation. Before carrying out the study, the researcher was under the assumption that younger people are more open to the idea of legalizing cannabis than older people. On the contrary, the interview findings revealed very different and divided opinions on the subject both within and among the three generations; furthermore, while some interviewees had strong opinions and gave detailed answers, others had not given much thought to the topic. The main results of the study suggest that there aren´t significant generational differences in attitudes towards the legalization of cannabis, but rather that individuals´ personal experiences with the subject do play a large role in forming their attitudes towards the legalization of cannabis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA VERKEFNI EVA.pdf | 440,44 kB | Opinn | Skoða/Opna |