is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44939

Titill: 
  • „Ef við sinnum ekki þessum fréttum er enginn sem gerir það“ : álag í starfi blaða- og fréttamanna á landsbyggðinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil ábyrgð hvílir á herðum blaða- og fréttamanna um allan heim. Fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár með þeim tækniframförum sem hafa átt sér stað. Þessar breytingar hafa haft áhrif á starfsumhverfi blaða- og fréttamanna, sem margir greina frá auknu álagi í kjölfarið. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig blaða- og fréttamenn á landsbyggðinni upplifa álagið sem fylgir starfinu og hverjir helstu álagsþættir séu. Til þess að fá svör við þessum vangaveltum var framkvæmd eigindleg rannsókn sem tíu blaða- og fréttamenn á landsbyggðinni tóku þátt í sem viðmælendur. Með aðstoð þeirra tókst að sýna fram á að álagið í starfi blaða- og fréttamanna á landsbyggðinni sé álitið nokkuð mikið og hefur tímapressa, ábyrgð, nálægðin við samfélagið og óljós skil milli vinnu og einkalífs helst áhrif. Þá sýndu niðurstöður jafnframt fram á að of mikið álag gat haft andleg og líkamleg áhrif á blaða- og fréttamennina. Stuðningur í starfinu var talinn misgóður af blaða- og fréttamönnunum en almennt má halda því fram að fjölmiðlafyrirtæki geti gert betur á því sviði. Ljóst er að mörg sóknarfæri eru þegar kemur að íslenskum rannsóknum á sviði álags í starfi blaða- og fréttamanna, en framkvæmd þessarar rannsóknar er tilraun til þess að fylla upp í það tómarúm.

  • Útdráttur er á ensku

    Generally speaking, it can be said that journalists face a fair amount of stress in their occupation. Rapid technological changes in recent years have had the effect that the work environment of journalists has also changed. Many feel that these changes have brought about more stress in their work. The purpose of this thesis is to explore how rural journalists experience the stress that often comes with their work. I also seek to find out what the main stress factors are and how the stress can affect the journalists’ mental and/or physical health. To get the answers needed, I conducted interviews with ten rural journalists in Iceland. With their help, I could demonstrate that rural journalists experience a fair share of work-related stress, the main stress factors being time pressure, responsibility, involvement in the community and blurred lines between journalist‘s work and personal lives. The study also concludes that too much work-related stress can affect mental- and physical health. The journalists’ answers differed when talking about received support. Although, it could be argued that media organizations can do better in that area. There is still great scope for other researchers to investigate work-related stress that journalists in Iceland face, but this thesis is an attempt to fill the gap that exists in that kind of research.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Amanda Guðrún Bjarnadóttir-LOK.docx.pdf462.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna