is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44940

Titill: 
 • Er línuleg dagskrá barn síns tíma? : áhrif streymisveitna á línulega dagskrá
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í rannsókninni var sjónum beint að streymisveitum og áhrifum þeirra á línulega dagskrá. En á síðustu árum hafa erlendar streymisveitur ryðið sér til rúms og haft áhrif á hefðbundnar sjónvarpsútsendingar.
  Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort erlendar streymisveitur á borð við Netflix og Disney+ hafi áhrif á áhorf á línulega dagskrá á Íslandi. Til þess að fá dýpri skilning á viðfangsefninu verður farið í sögu sjónvarps almennt og sögu sjónvarps á Íslandi, ásamt þeim tæknibreytingum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum.
  Rannsóknin er bæði megindleg og eigindleg. Eigindlega rannsóknin voru þrjú hálfopin viðtöl við dagskrárstjóra RÚV, Stöðvar 2 og Sjónvarps Símans. Var leitað til þeirra til þess að fá þeirra álit á því hvort streymisveitur kunni að hafa áhrif á dagskrárgerð í íslensku sjónvarpi. Megindlega rannsóknin var spurningalisti sem sendur var út til almennings í gegnum Facebook. Spurningarnar voru gerðar í Google Forms og sneru þær allar að áhorfshegðun.
  Niðurstöður benda til þess að línuleg dagskrá sé á undanhaldi og streymisveitur séu að taka yfir. Dagskrárstjórar finna fyrir því að áhorf á línulega dagskrá er minni en áður og hafa þeir brugðist við með því að gera sína eigin streymisveitu. Samkvæmt spurningakönnuninni horfa fleiri á streymisveitur en línulega dagskrá og er Netflix þar fremst í flokki.

 • Útdráttur er á ensku

  The study focused on streaming services and their impact on linear programming. But in recent years, foreign streaming companies have gained ground and had an impact on television broadcasts. The purpose of this research is to investigate whether foreign streaming services such as Netflix and Disney+ have an effect on the viewing of linear programs in Iceland. In order to gain a deeper understanding of the subject, the history of television in general and the history of television in Iceland will be covered, together with the technological changes that have taken place in recent years. The research is both quantitative and qualitative. The qualitative research consisted of three semi-open interviews with the program directors of RÚV, Stöð 2 and Sjónvarp Símans. They were contacted in order to get their opinion on whether streaming services can influence programming on Icelandic television. The quantitative research was a questionnaire sent out to the public via Facebook. The questions were asked in Google Forms and all of them related to viewing behavior. Results indicate that linear programming is on the decline and streaming services are taking over. Programmers feel that viewership of linear programming is lower than before and have responded by making their own streaming service. According to the survey, more people watch streaming services than linear programming, and Netflix is at the forefront of that.

Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Hrönn- BA-ritgerð-HA.pdf2.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna