Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44941
Vitneskja almennings um ofbeldisbrot sem eiga sér stað í samfélaginu er gjarnan í gegnum umfjöllun fréttamiðla. Vegna framsetningar fréttanna hefur gjarnan verið talið að alið sé á ótta hjá almenningi. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna hvort fréttamiðlar hafi áhrif á ótta almennings við ofbeldi. Ástæða er til að rannsaka þetta málefni þar sem viðhorf fólks til samfélagsins mótast út frá upplýsingum sem miðlað er til þess af fréttamiðlum.
Gerð var megindleg rannsókn með spurningakönnun sem send var út á samfélagsmiðlum þar sem öll gátu tekið þátt. Spurt var út í ótta við ýmis ofbeldisbrot. Við greiningu gagnanna var notuð ályktunartölfræði, reiknaðir voru fylgnistuðlar og gert var marktektarpróf. Niðurstöður sýndu fram á að fréttamiðlar hefðu ekki áhrif á ótta almennings við ofbeldi. Eina fylgnin sem fannst var á milli tíðni frétta af ofbeldi og ótta við að fjölskyldumeðlimur yrði fórnarlamb ofbeldis. Þátttakendur sögðust almennt hvorki finna fyrir lítilli né mikilli hræðslu vegna frétta sem birtust af ofbeldi. Þessar niðurstöður komu á óvart í ljósi þess að fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á fylgni á milli fjölmiðla og ótta. Ýmsir þættir gætu þó hafa haft áhrif á niðurstöður en mögulegt er að þröskuldur fólks á ofbeldi hafi hækkað í kjölfar tilkomu ýmissa nýrra miðla.
The public's knowledge of violent crimes that take place in the society are often through news media coverage. Due to the presentation of the news, it has been believed that fear is created among the public. The subject of this study is to investigate whether the news media has an effect on the public's fear of violence. There is reason to study this because people's attitudes towards society is formed based on the information communicated to them by the news media. A quantitative study was conducted with a questionnaire which was distributed on social media, where everyone could participate. The questions dealt with fear of various violent crimes. When analyzing the data, inferential statistics were used, correlation coefficients were calculated and a significance test was performed. Results show that the news media does not influence the public's fear of violence. One correlation was found and it was between the frequency of reports of violence and the fear of a family member becoming a victim of violence. The participants said they generally felt neither a little nor a lot of fear due to reports of violent crimes. These results were surprising given that a number of studies have shown a logical correlation between media and fear. However, various factors could have influenced the results and it is possible that people's threshold for violence has increased following the introduction of various new media.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A ritgerð Helga Björg Pétursdóttir.pdf | 631.06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |