is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44945

Titill: 
  • Hinsegin sýnileiki í fjölmiðlum : upplifir hinsegin fólk á Íslandi öryggi í takt við sýnileika?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hinseginleiki hefur aldrei verið jafn sýnilegur og nú í fjölmiðlum en er þessi aukni sýnileiki að skila sér í normalíseringu hinsegin fólks eða er það enn þá að upplifa mótlæti fyrir það eitt að vera hinsegin? Fjölmiðlar miðla til fjöldans endurteknar birtingarmyndir og bergmála gildi í takt við hugmyndafræði ráðandi félagshópa til að ná til sem breiðasta áhorfendahóps. En hversu oft taka framleiðendur ljósvakamiðla s.s. kvikmynda og sjónvarpsefnis þá áhættu að hafa hinsegin fólk sýnilegt og viðurkennt í efninu sínu? Um það bil 10% af heildarframleiðslu bandarísks sjónvarpsefnis hefur tekið þá áhættu, og sá sýnileiki er ekki endilega sá fjölbreyttasti.
    Í þessari megindlegri könnun svara tæplega 200 íslenskir hinsegin þátttakendur spurningum um upplifanir sínar varðandi sýnileika sinn í fjölmiðlum, aukningu hinsegin persóna í ljósvakamiðlum og hvort að íslensk framleiðsla sé að stuðla að fjölbreytileika í auglýsingum og afþreyingarefnum. Alls 48% af þátttakendum lýstu yfir ótta af einhverju tagi við að koma út fyrir fjölskyldu sinni og síðastliðin fimm ár (2018-2023) hafði 63% af úrtakinu orðið fyrir einhvers konar áreiti fyrir að vera hinsegin. Rúmlega 90% sögðust hafa orðið fyrir öráreitni (e. micro-aggression) sem er fjallað um ýtarlega í fræðilegu umfjölluninni ásamt skaðlegum afleiðingum og hvernig reglulegt áreiti og áminning um áþreifanlega jaðarsetningu ýtir undir skerta öryggistilfinningu.
    Yfirgnæfandi meirihluti, eða 96%, tóku eftir auknum sýnileika í almennu afþreyingarefni en 67% sagði að íslensk framleiðsla sýnir takmarkaðan hinseginleika s.s. sjónvarpsefni, kvikmyndir og auglýsingar. Alls 30% þátttakenda svöruðu því til að hinseginleiki sé einungis sýnilegur í tengslum við Hinsegin daga - en afar fá íslensk fyrirtæki styrkja hagsmunasamtök hinsegin fólks sem sjá um að miðla fræðsluefni til íslensks samfélags og standa vörð um réttindabaráttu hinsegin fólks. Alls voru 96% sammála að hinsegin sýnileiki í afþreyingarefnum væri mikilvægur til að normalísera hinseginleika, en það þyrfti að vera í meira en 10% framleiðslunnar til þess að stöðva félagslega útskúfun.

  • Útdráttur er á ensku

    Queer representation in the media has never been more prevalent, but is this greater exposure translating into normalisation, or are queer people still subjected to prejudices based solely on their queerness? For the sake of reaching the broadest population, mass media mediates reinforced manifestations and values that mirror ideology of dominant social groups and norms. However, how frequently do broadcast productions take the risk of including visible and acknowledged queer personas? Around 10% of total production in the United States has dared, but that represents only certain groups and not the whole rainbow.
    In this quantitative study, around 200 Icelandic queer people were asked about their experiences with representation, whether there is an increase in queerness in media, and whether Icelandic productions are promoting a range of queerness in advertising and broadcast entertainment. 48% reported feeling uneasy at any level when disclosing their queerness to their family, and 63% reported experiencing discrimination in the previous five years solely for being queer. Over 90% reported facing microaggressions, which is heavily discussed in this thesis, their harmful effects, and how daily harassment and marginalization can contribute to a sense of lack of safety and acceptance.
    The majority, 96%, stated that there has been an increase in queer representation in the media overall, but 67% stated that queer visibility is limited in Icelandic media, both in entertainment and in advertisements. 30% stated that they only see queerness in Icelandic commercials during Pride season or somewhat related to Reykjavik Pride – when in reality, only a few companies in Iceland actually donate and financially support the largest LGBTQIA+ organization in Iceland (Samtökin ´78), which is the main distributor of queer resources.
    Overall, 96% felt that LGBTQ representation in media is crucial for normalization, although it would have to be more than 10% to achieve societal acceptance.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.-Ritgerð_Kristrún-Hrafnsdóttir_Hinsegin-Sýnileiki-Fjölmiðlum.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna