Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44948
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða aðstæður, kennsluaðferðir og skipulag íþróttakennslu á völdum stöðum á landsbyggðinni.
Aðferð: Þátttakendur rannsóknarinnar voru fimm íþróttakennarar á landsbyggðinni sem kenndu á elsta stigi grunnskóla, það voru þrjár konur og tveir karlar. Þeir voru valdir með markvissu úrtaki. Tekið var viðtal með hálfopnum spurningum sem var stýrt af viðtalsramma með 24 spurningum við alla fimm þátttakendurna. Notast var við nafnleynd í rannsókninni og fengu allir þátttakendur dulnefni og ekki var tilgreind búseta þeirra.
Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að Aðalnámskrá grunnskóla fyrir skólaíþróttir á Íslandi þurfi að vera skýrari til að allir íþróttakennarar geti metið hæfni nemenda sinni á sambærilegan hátt. Þær sýna einnig fram á mikilvægi þess að íþróttakennsla fari fram við ásættanlegar aðstæður. Það kom í ljós að mikill skortur er á námskeiðum eða viðbótarmenntun fyrir íþróttakennara á landsbyggðinni. Auk þess sem fræðsla til nemenda um heilbirgði, hreyfingu og næringu ábótavant í íþróttakennslu.
Ályktanir: Skólaíþróttir er mikilvægur liður í grunnskólanámi nemenda og þarf að vanda skipulag þeirra. Aðalnámskrá grunnskóla fyrir skólaíþróttir á Íslandi þurfa að vera skýrari og nákvæmari til að minnka áhættu á mismun í endurgjöf milli íþróttakennara. Mikilvægt er að fræðsla til nemenda um heilbrigði, hreyfingu og næringu sé innleidd í íþróttakennslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Íþróttakennsla í grunnskólum á landsbyggðinni .pdf | 338,89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |