Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44949
Ýmsar rannsóknir hafa skoðað þátt staðarmiðla í að tengja lesendur sína við samfélagið sem þeir tilheyra. Þessar rannsóknir hafa skoðað áhrif þeirra á staðartengsl, samfélagslega þátttöku og önnur skyld hugtök, en lítið sem ekkert hefur verið litið til staðarsjálfsemdar í þessu samhengi. Þessi rannsókn byggir á kenningum úr byggðafræði og fjölmiðlafræði til að varpa nokkru ljósi á þetta viðfangsefni og hvetja til frekari rannsókna. Spurningin sem liggur fyrir er hvort lestur á staðarmiðlum eigi þátt í því að mynda staðarsjálfsemd fólks. Frekari innsýn í þessi áhrif staðarmiðla á lesendur sína og samfélög skiptir máli til að auka skilninginn á því hvernig og hvers vegna eigi að vernda þessa mikilvægu samfélagslegu stofnun frá frekari hrörnun. Þessi rannsókn byggir á skilvirku sjálfviljugu svörunarúrtaki sem tekið var af notendum þriggja rafrænna akureyrskra staðarmiðla snemma árs 2023. Spurt var um bakgrunnsupplýsingar, samband þátttakenda við stað sinn og fjölmiðlanotkun þeirra. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að staðarmiðlar ýti undir flest önnur form sambanda fólks við stað, svo ætla má að slíkt hið sama eigi við um staðarsjálfsemd. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að svo sé, en einungis meðal aðfluttra Akureyringa. Sterkt samband reyndist vera á milli sterkrar staðarsjálfsemdar og daglegs lesturs staðarmiðla meðal þeirra sem voru aðfluttir, en meðal innfæddra fannst lítil sem engin fylgni þar á milli. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir um áhrif fjölmiðla á samband fólks og staðar, en hingað til hafði engin rannsókn athugað hvort slíkt ætti einnig við um staðarsjálfsemd.
Lykilhugtök: Staðarsjálfsemd, staðarmiðlar, fjölmiðlanotkun
Various studies have examined the part that local media plays in connecting its readers to their local community. These studies have examined local media’s effects on place attachment, community participation and other related concepts, but they have largely neglected to examine place identity in this context. This study uses theories from both rural sociology and media studies to fill this gap, with the hope that further studies continue digging deeper into the topic. The question at hand is whether reading local media has a part in forming people’s place identity. Gaining further understanding of these effects of local media on its readers and communities is an important part of understanding how and why we should protect this important social institution from further decline. This study uses a purposive voluntary response sample collected from the users of three news websites in Akureyri, Iceland in early 2023. The survey asked participants for background information, their relationship to their home place and their media consumption habits. Previous studies have shown that local media strengthens other form of people-place relationships, so one would expect the same to apply to place identity. The results of this study indicate that this indeed applies to place identity as well, but only among those who have moved to the town. A strong correlation was found between a strong sense of place identity and daily reading of local media among those who had moved to the town, but that correlation among those that are born-and-raised was negligible. This is in accordance with other studies on media’s effect on people-place relationships, but until now no study had examined whether this applied to place identity specifically.
Key words: Place identity, local media, media consumption
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð-Rúnar Freyr Júlíusson-Lokskjal.pdf | 722,23 kB | Opinn | Skoða/Opna |