is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44952

Titill: 
  • Eru landsbyggðirnar búsetustaður fyrir fjölskyldur hæfileikaríkra barna og unglinga í íþróttum? : hvaðan koma leikmenn U16 ára landsliðs karla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Knattspyrna er gríðarlega vinsæl íþrótt á heimsvísu og knattspyrna er vinsælasta boltaíþróttin hérlendis. Það skiptir því miklu máli fyrir byggðarlög að þar sé góð knattspyrnuaðstaða svo hægt sé að stunda fótbolta í leik og keppni. Sé góð knattspyrnu aðstaða ekki til staðar er hætt við því að knattspyrnufjölskyldur velji sér annan búsetustað.

    Í gegnum tíðina hafa leikmenn sem spilað hafa fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu komið bæði úr þéttbýli og strjálbýli þó lang flestir komi af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Í fámennu og dreifbýlu landi sem býr ekki til eins marga afreksmenn og stærri þjóðir er mjög mikilvægt að við gefum sem flestum tækifæri á að stunda íþróttir og fylgjumst vel með þeim.
    Í þessari rannsókn ætla ég að kanna hvaðan af landinu leikmenn koma sem valdir eru í U16 ára landslið Íslands og skoða hvort búseta og breytingar á íbúafjölda hafi áhrif á það val. Við verkefnið notaðist ég við upplýsingar af heimasíðu KSÍ, ÍSÍ og Hagstofunnar ásamt fræðilegu efni. Rannsóknaraðferðin sem stuðst er við er megindleg og leiddi af sér tölfræðileg gögn sem ég notaði til að styðja við tilgang rannsóknarinnar.
    Helstu niðurstöður eru þær að þeir drengir sem eru búsettir á þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu eru líklegastir til að vera valdir í U16 ára landslið Íslands og þeir sem búa á strjálbýlum svæðum landsbyggðanna eru ólíklegastir til að vera valdir. Munurinn milli höfuðborgarsvæðisins og annara þéttbýlli svæða er ekki eins mikill og halda mætti, en það eru strjálbýlu svæðin sem dragast verulega aftur úr.
    Íbúafjöldi einn og sér útskýrir ekki valið heldur virðist skipta meira máli að það sé þéttbýlt og iðkendurnir sé búsettir nálægt góðri íþróttaaðstöðu. Það sést að valið tekur breytingum yfir tíma og höfuðborgin virðist auka sinn hlut á kostnað dreifbýlis og líka þéttbýlis í næsta nágrenni.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til BA - Ívar Ingimarsson.pdf2.74 MBOpinnPDFSkoða/Opna