is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44953

Titill: 
 • Flóttafólk, hælisleitendur og alþjóðleg vernd : saga flóttakonu á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Feriane er alsírsk kona sem kom hingað til lands árið 2013 í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín. Hún lagði á flótta frá Alsír með eina ferðatösku, börnin sín tvö og þá ófrísk af því þriðja. Það leikur sér engin að því að flýja heimaland sitt, að fara frá öllu því sem er kærast.
  Tilgangur: Var að fara yfir helstu lög sem gilda yfir flóttamenn og hver skilyrðin eru fyrir því að fólk fái alþjóðlega vernd hér á landi. Einnig voru ýmis hugtök skoðuð eins og Schengen og Dyflinnarreglugerðin. Í verkefninu var farið yfir sögu Feriane Örnu Amrouni, konu sem lagði á flótta frá Alsír og hvernig henni gekk að aðlagast í nýju landi.
  Aðferð: Verkefnið er samantekt á upplýsingum um það umsóknarferli sem flóttafólk þarf að ganga í gegnum til að fá dvalarleyfi á Íslandi og hugtökum tengdum því. Tekið var viðtal við flóttakonu sem kom til Íslands árið 2013 sem rakti sögu sína frá Alsír til Íslands.
  Niðurstöður: Flótti Feriane Örnu Amrouni hafði mikil áhrif á andlega heilsu hennar sem sýndi að hlúa þarf vel að flóttafólki, andlega og líkamlega til að þau geti aðlagast sem best í nýju samfélagi. Það sem stendur upp úr við gerð verkefnisins var hvað einstaklingur á flótta leggur mikið á sig til að öðlast betra líf og sýnir frelsið er dýrmætt.
  Ályktun: Athyglisvert var hve langan tíma Feriane þurfti að bíða eftir dvalarleyfi sínu sem sýndi hvað hún var sterk persóna að geta staðið með sjálfri sér og látið drauma sína um betra líf rætast.
  Lykilorð: Dvalarleyfi, flóttafólk, úrskurður

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Feriane is an Algerian woman who came to Iceland in 2013 in search of a better life for herself and her children. She fled Algeria with only one suitcase, her two children, and, at the time, pregnant with her third child. It is hard to flee your home country and leave everything you hold dear. Aim: To look into the main laws that apply to refugees and the condition for people to receive international protection in Iceland. Various applicable terms, such as Schengen and the Dublin Regulation, were also examined. The thesis covers the story of Feriane Arna Amrouni, a woman who fled Algeria, and how she adapted to a new country. Method: The thesis summarizes information on the process refugees have to go through to establish residency in Iceland and topics related to the process. An interview was conducted with a female refugee who came to Iceland in 2013 and told how she was able to flee Algeria and come to Iceland. Result: Fleeing for Algeria had a significant impact on Feriane Arna Amrouni´s mental health, which shows refugees need to be well taken care of, mentally and physically, in order for them to adapt as well as possible in a new society. What stands out in the thesis is how much refugees go to great lengths to gain a better life and show how precious freedom is. Conclusion: It was interesting to see how long Feriane had to wait for her residency, which shows what a strong character she was to be able to stand up for herself and make her dreams of a better life come true.

Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð jona maría.pdf195.13 kBOpinnPDFSkoða/Opna