Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44959
Bakgrunnur: Grunnskólaárin eru mikilvægt þroskaskeið í lífi barna og unglinga og er það hlutverk skólanna að stuðla að frekari menntun og undirbúa þau undir lífið. Í grunnskólum eiga börn að finna fyrir öryggi en það er ekki alltaf raunin. Ofbeldi gegn börnum af hálfu skólastarfsfólks er meira í umræðunni nú en áður. Börn með sérþarfir eru líklegri til þess að verða fyrir einelti af hálfu kennara og samnemenda en önnur börn. Það getur verið átakanlegt fyrir foreldra að verða vitni að þjáningum barna sinna og það getur reynst þeim erfitt að takast á við aðstæður í kjölfar ofbeldis gegn börnum þeirra. Á Íslandi hefur málefnið lítið verið rannsakað og reynsla foreldra í kjölfar ofbeldisins hefur ekki verið skoðuð hingað til.
Tilgangur rannsóknarinnar: Að dýpka skilning og þekkingu á reynslu foreldra af ofbeldi skólastarfsfólks gegn börnum þeirra, viðbrögðum þeirra í kjölfar þess og vekja athygli á málefninu.
Aðferð: Eigindleg rannsóknaraðferð með fyrirbærafræðilegri nálgun. Gögnum var safnað með viðtölum við þrjá foreldra á aldrinum 30-56 og voru börn tveggja viðmælenda með sérþarfir. Við gagnagreiningu var aðferð Colaizzi notuð til þess að greina viðtöl og upplifun foreldra á viðfangsefninu.
Niðurstöður: Viðmælendur upplifðu erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að börn þeirra urðu fyrir ofbeldi. ,,Ef ég stend ekki með barninu mínu hver gerir það þá?“ fangar vel upplifun viðmælenda og endurspeglar meginþemu rannsóknarinnar. Viðmælendur reyndu sitt besta við að styðja við barnið sitt í krefjandi aðstæðum. Þeir voru sammála um að þeir fengju ekki alltaf áheyrn frá stofnunum þegar þeir reyndu að tilkynna ofbeldið eða óska eftir hjálp og þeim þótti aðgerðarleysi stofnanna allsráðandi.
Ályktun: Upplifun viðmælanda var átakanleg, erfið lífsreynsla í tengslum við ofbeldið gegn börnum þeirra og var líðan þeirra sveiflukennd. Áhugavert væri að skoða nánar hvort að börn með sérþarfir séu líklegri hér á landi til þess að vera fyrir ofbeldi en önnur börn. Þörf er á frekari rannsóknum á algengi á ofbeldi gegn börnum af hálfu skólastarfsfólks sem og langtíma rannsóknum á afleiðingum ofbeldis á börn sem fyrir því verða. Einnig er mikilvægt að skoða betur upplifun foreldra svo hægt sé að styðja við foreldra í þessum sporum. Þörf er á vitundarvakningu í samfélaginu um ofbeldið gegn börnum af hálfu skólastarfsfólks.
Lykilorð: Upplifun foreldra, ofbeldi, börn, skólastarfsfólk, sérþarfir.
Background: Primary school years are an important developmental stage in the lives of children and adolescents, and it is the role of schools to promote further education and prepare them for life. In primary schools, children are supposed to feel safe but that is not always the case. Abuse against children by school staff is more prevalent in the public discourse now than ever before. Children with special needs are more likely to experience bullying from teachers and peers than other children. It can be distressing for parents to witness their children being mistreated and it can be difficult for them to cope with the aftermath of the abuse. In Iceland, this issue has not been extensively researched and the experiences of parents following the abuse have not been examined until now.
Purpose of the study: To deepen understanding and knowledge of the experiences of parents of school abuse against their children, their response in the aftermath and to raise awareness of the issue.
Method: A qualitative research method with phenomenological approach was used. Data was collected through interviews with three parents aged 30-56, with two respondents having children with special needs. The Colaizzi method was used for data analysis to explore the experiences of parents on the subject.
Results: Respondents experienced difficult emotions after their children were subjected to abuse. “If I don’t stand by my child, who will?” captures well the experience of the respondents and reflects the main theme of the research. Respondents did their best to support their children in challenging circumstances. They agreed that they did not always receive a response from institutions when they reported the abuse or asked for help, and they found institutional inaction to be all-encompassing.
Conclusion: The respondents experience was challenging and difficult in relations to the abuse against their children and their feelings ere fluctuating. It would be interesting to investigate further whether children with special needs in Iceland are more likely to experience abuse than other children. Further research is needed on the prevalence of abuse against children by school staff, as well as on the long-term consequences of abuse on children wo experience it. It is also important to better understand the experiences of parents so that support can be provided for them in these situations. There is a need for increased awareness in the society about abuse against children by school staff.
Keywords: Parents experiences, abuse, children, school staff, special needs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BACHELOR - Álfdís Hrefna Þorleifsdóttir.pdf | 912,47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |