Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44960
Þetta verkefni er unnið til B.Ed.-prófs í kennarafræðum við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er hversu mikilvæg bókmenntakennsla er á miðstigi grunnskóla, því niðurstöður rannsókna hafa gefið til kynna að nemendur missi áhuga á bóklestri þegar þeir koma á unglingastig. Barnabókmenntir geta gagnast í kennslu en þar fá nemendur oft sjónarhorn persóna sem þeir geta tengt við og þannig lært af þeim líka. Ásamt því að upplifa söguna þá styrkja nemendur lesskilning sinn og orðaforða við lestur. Hlutverk kennara og nemenda er mismunandi í bókmenntakennslu og því þarf umgjörð í kringum kennsluna að vera almennilega gerð. Samt sem áður þá er aðalmarkmið bókmenntakennslunnar alltaf að reyna auka áhuga og þekkingu nemenda á bókmenntum. Bókmenntakennsla getur verið þvert á námsgreinar og úrval barnabóka er mikið, þannig að kennarar hafa úr mörgu að velja ef þeir vilja vinna með ákveðin viðfangsefni. Bókin sem ákveðið var að vinna nánar með í þessari ritgerð var Skóladraugurinn eftir Ingu Mekkin Beck. Hún fjallar um missi og vangaveltur um dauðann sem getur verið erfitt umfjöllunarefni með börnum en samt sem áður þarft umræðuefni. Þar sem sögupersóna bókarinnar er sjálf á miðstigi þá ættu nemendur að eiga auðvelt með að tengja við hugsunarhátt hennar og gjörðir.
This project is made as part of B.Ed. degree at the Faculty of Education at the University of Akureyri. The topic of this essay is how important literature education is at the middle school level, because many pieces of research indicate that when students have reached their teenage years, their interest in literature decreases. Children's literature can be useful in education because it allows the students to see from the protagonist's point of view and make a connection to them and in turn learn from them. Besides from experiencing the story, the students can strengthen their reading comprehension and vocabulary. The teacher's and student's roles in literature education are different and because of that, it will be necessary to have a proper pedagogical structure. However, the main goal of literature education is to get students to have more interest in and knowledge of literature. Literature can be taught across multiple subjects and there exists a large selection of children's books, so teachers can pick almost anything they want in order to work with certain subjects. The book that the author of this project chose to work with is Skóladraugurinn by Inga Mekkin Beck. The book is about loss and speculations about death, this topic can be difficult to discuss with kids but it's important. The main protagonist of this book is in middle school so the students should not have a problem with relating to how she thinks and behaves.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.ed. ritgerð - Berglind Vala.pdf | 658.4 kB | Opinn | Skoða/Opna |