is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44963

Titill: 
 • Bókmenntaleikur : átta hugmyndir um samþættingu Orðaspjalls og leikverkefna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Aðalefni ritgerðarinnar eru fjögur þemaverkefni, þar sem átta barnabækur eru unnar samkvæmt aðferð Orðaspjalls, íslenskri orðakennsluaðferð, og fylgir hverri barnabók útlistun á leikverkefni sem tengist innhaldi þeirra. Týnd eru til orð úr hverri bók sem hentað gætu fyrir Orðaspjall og fjögur markorð tekin sérstaklega fyrir með orðaskilgreiningum og hugmyndum að hentugum leik eða leikrænni tjáningu til að festa orðin betur í minni barna.
  Leikverkefnin byggja á söguþræði eða persónum bókanna og fylgir þeim lýsing þar sem fram koma tillögur að hentugum efnivið og undirbúningi fyrir leikinn. Þemun eru fjögur talsins og undir hvert þema flokkast tvær bækur. Hvert þeirra byrjar á almennri umfjöllun þar sem komið er með uppástungur að þematengdum fræði- og sögubókum, sönglögum og föndurverkefnum.
  Megintilgangur verkefnanna er markviss málörvun og var upprunalega miðað við að bækurnar væru lesnar samkvæmt aðferð Orðaspjalls í samveru og boðið væri upp á meðfylgjandi leikverkefni í frjálsum leiktíma eftir lesturinn. Verkefnin henta þó jafn vel eða betur fyrir hópastarf og skipulagðar málörvunarstundir.
  Í byrjun ritgerðarinnar er fræðilegur hluti sem skiptist í þrjá kafla; í öðrum kafla (á eftir inngangi) er rætt um málþroska, með áherslu á málþroskaröskun og tvítyngi, og í þriðja kafla eru barnabækur viðfangsefnið, einkenni þeirra og gildi. Í fjórða kafla er síðan fjallað um markvissa orðakennslu með sögulestri, með áherslu á Orðaspjall, og aðeins rætt um mikilvægi leiksins fyrir nám barna. Í fimmta kafla eru þemaverkefnin og byrjar kaflinn á umræðum og vangaveltum um þemaverkefnin og möguleika þeirra. Endað er svo á lokaorðum þar sem litið er yfir allt efni ritgerðarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  The following thesis is submitted for a B.Ed.-degree in Early Childhood Education from the University of Akureyri. Its main subject are four theme projects where Orðaspjall, an Icelandic vocabulary instruction method, is used on eight children’s books and a play-project based on their content follows each book. For each book, suggestions are made for words that might be suitable for Orðaspjall and four target words further equipped with definitions and ideas for suitable explanations or dramatic expression. The play-projects are based on the plot or persons of their respective children’s book and included in the description are ideas for suitable materials and preparations for the play. There are four themes and two children’s books belong to each theme. Each begins with a general introduction with suggestions for thematic books (both picture books and informational children’s books), children’s songs and crafts and activities. The projects’ main purpose is to support children’s language development. The original intention was to read the books in shared story time before lunch and to offer the play-project in free playtime after lunch. However, the projects are just as suitable as planned activities for small groups. The thesis begins with three academic chapters; language development is the subject of the second chapter (following the introduction), with emphasis on developmental language disorder and bilingual children, and the third chapter discusses children’s books and their value and characteristics. Vocabulary intervention with book reading is the subject of the fourth chapter, with special mention of Orðaspjall, and a little bit about the importance of play for children’s learning. The theme projects are in chapter five and the chapter begins with a discussion and rumination on the projects and their potential. The essay ends with a recap of its subject matter.

Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bókmenntaleikur.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna