Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44976
Í þessari ritgerð verður fjallað um áhugahvöt og lestur og hvað kveikir áhuga barna í skólum og heima til þess að lesa. Samkvæmt rannsóknum fer lestraráhugi íslenskra grunnskólanemenda minnkandi og lesa færri nemendur bækur sér til skemmtunar (Brynhildur Þórarinsdóttir og Þóroddur Bjarnason, 2010). Hvernig hefur áhugahvötin áhrif á hvort og hvað nemendur lesa?
Gerð verður grein fyrir hvað hæfnin lestur inniheldur og hvernig hann þróast með aldrinum. Fjallað er um yndislestur og SSR-aðferðina sem hefur gefist vel í skólastarfi og hvernig kennarar geta notfært sér hana.
Einnig er fjallað um lestrarhvetjandi verkefni sem fræðimenn jafnt sem kennarar hafa unnnið að undanfarin ár til að auka lestur og kveikja áhuga á lestri meðal barna í grunnskóla. Mikilvægt er hvaða höfundar það eru helst sem börn vilja lesa og hvaða hvatningu þau þurfa til þess að láta ekki deigan síga við lesturinn á sumrin og hvernig bókasöfn geta hjálpað til við að viðhalda áhuganum.
This thesis looks at motivations for interest and reading; what gets children to read in school and at home? According to research, interest in reading among Icelandic children is deteriorating and fewer children in Iceland read for their own enjoyment than before (Brynhildur Þórarinsdóttir and Þóroddur Bjarnason, 2010). How do incentives for interest affect how, what and if children read? The thesis will also attempt to categorize what attributes make up reading skills and how reading skills evolve with age. It also discusses in-class pleasure-reading and the SSR method (Sustained silent reading) which has shown good results in schools and in how teachers teach students how to read. In addition to this, it will showcase a few assignments that academics and teachers have been developing for some time to motivate children to read more of their own accord and for their own amusement, hopefully through the summer break as well. Additionally, it will show how libraries can join in on the challenge of retaining children‘s interest.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil ritgerðarpdf.pdf | 519,34 kB | Opinn | Skoða/Opna |