Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44979
Tölvan er orðinn óumflýjanlegur hluti daglegs lífs og er notkun hennar stöðugt að aukast. Þeir sem uxu úr grasi við fingrasetningu í tölvustofum og fjölskyldutölvuna á ganginum taka eftir því að í hverri hönd, þeirra eigin meðtöldum er sími með aðgang að internetinu. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar um áhrif mismunandi notkun snjalltækninnar. Margt hefur breyst í skólanum síðan tölvan kom fyrst inn í tölvustofuna með fingrasetninga þjálfun sína og sama er hægt að segja um heimilið og sameiginlegu tölvuna. Í þessari ritgerð verða umhverfi með gjörólíka reynslu barna á grunnskólaaldri af snjalltækninni skoðuð: Skólinn og heimilið. Athugað verður hvernig börnin nota snjalltæknina, hvaða áhrif sú notkun getur haft og hvað það getur þýtt fyrir börnin. Margar rannsóknir eru til sem hafa skoðað misjafna notkun snjalltækja og áhrif hennar sérstaklega, en lítið er um samanburðar rannsóknir varðandi misjafna snjalltækja notkun barna heima við og notkun þeirra í skólanum. Það er mín von að samanburður sá muni leiða í ljós mikilvægar ályktanir og niðurstöður sem hægt væri að læra af og nýta heima og í skóla. Það er mikilvægt að athuga hvort það sé munur á skóla og heimili þegar kemur að tækninotkun einmitt vegna þess hve algeng tækninotkun er meðal barna. Á sama tíma og tækninotkun virðist hafa aukist, þá virðist andlegri vellíðan meðal barna hafi hrakað. Sem kennaranemi starfandi í grunnskóla get ég vel séð hvað snjalltæknin er vinsæl hjá nemendum. Þess vegna er mikilvægt að skoða vel allt sem hefur mögulega bæði jákvæð og neikvæð áhrif á börn og nýta niðurstöðurnar sem eru aðgengilegar til forvarna og öllum til umhugsunar.
Computer technology has become an integral part of human life, at least in the western world. Perhaps for the younger generation it’s nothing remarkable, but for those who grew up going to school and entering the computer room to learn proper finger positioning for typing and coming home to write in their diary on the family computer, they might occasionally stop and realize how everyone has a small computer in their hands, including them. Much research has been done about the use of computers and its effects and many things have changed since we stepped into the computer room at school. In this paper I will be looking at how computer affect children and teenagers in two environments, their school, and their homes.: How they use it, what effects that kind of usage can have and what that might mean. First, we will look at one environment, then the other. Lots of research has been done for either environment on their own, but little has been done in the way of comparing the two, and that’s what this paper will be doing. The comparison might shed light on important aspects of children’s computer use. Might there be lessons to learn for one environment from the other? As a student-teacher the knowledge that children are our future is branded within. Due to how prevalent computer use has become among children, and at the same time how depression and other mood disorders seem to be on the rise, it’s important to look at anything that might influence the wellbeing of children, be it for better or worse.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Snjalltækni og Börn - Viktor Örn Valdimarsson.pdf | 932,74 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna |