is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44981

Titill: 
  • Nýliðaþjáfun í gestamóttöku : hvernig er best að standa að nýliðaþjálfun í gestamóttöku á hóteli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi skýrsla fjallar um verknám sem nemandi á braut stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta við ferðamáladeild Háskólans á Hólum tók á hóteli í miðbæ Reykjavíkur, Canopy Hilton. Aðaláhersla verknámsins var nýliðaþjálfun í gestamóttöku. Til að fá að kynnast almennilega nýliðaþjálfun hótelsins voru vaktir teknar á bæði dagvöktum og næturvöktum og fengin kynning frá mannauðsstjóra um nýliðamóttökuna. Þar sem ég hefði starfað áður á þessu hóteli þá fékk ég það verkefni að þjálfa nýliða með þeim gögnum sem hótelið reynir að styðjast við þegar nýliðaþjálfun þarf að eiga sér stað. Á meðan verknámi stóð vaknaði upp sá áhugi að gera eigindlega rannsókn út frá verknáminu til að fá betri skilning á því hvernig gæti verið best að standa að nýliðaþjálfun í gestamóttöku. Var ákveðið að taka viðtöl við starfsfólk Canopy og fá þeirra upplifun af nýliðaþjálfun við hótelið. Í skýrslunni mun vera fræðileg umfjöllun um þau helstu hugtök sem tengist viðfangsefninu. Það verður greint frá verknámsferlinu, þar sem verið er að kafa eftir svari hvernig best sé að standa að nýliðaþjálfun. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að um óhefðbundin nýliðaþjálfun sé að ræða á Canopy. Þær sýna einnig að vel skipulögð nýliðaþjálfun mun mjög líklega hvetja starfsmenn til þess að vilja vera lengur hjá fyrirtæki þar sem vel skipulögð nýliðaþjálfun getur aukið starfsánægju starfsmanns.

  • Útdráttur er á ensku

    This report is based on a vocational training that a student studying tourism management and receiving guests within the department of tourism at Hólar University took at a hotel in downtown Reykjavík, Canopy Hilton. The focus of the vocational training was new recruit training in hospitality. In order to get to know the hotel’s new recruit training properly, there were shifts taken on both dayshifts and nightshifts and then I received a presentation from the human resources manager about the new recruit reception. Since I had worked at this hotel previously, I was given the task of training the new recruits with the data that the hotel tries to rely on when a new employee training is supposed to take place. During the vocational training the interest arose to do a qualitative study based on the vocational training to get a better understanding of how it could be best to conduct new recruit training. It was decided to interview the Canopy staff and get their experience of the new recruit training at the hotel. The report will include a theoretical discussion of the main concepts related to the subject. It will be reported on the vocational training process, where I’m looking for an answer on how it’s best to handle a new recruit training. The results of the investigation indicated that there is an unconventional training for the new recruits at Canopy. They also show that a well-planned new recruit training will very likely encourage employees to want to stay longer with a company, as well-planned new recruit training can increase an employee’s job satisfaction.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaverkefni - Ástrós Pálmadóttir (1).pdf473,47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna