Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44982
Samskipti eiga sér stöðugt stað á vinnustöðum og er mikilvægt að rétt sé staðið að samskiptaformum og túlkun samskipta. Samskipti á milli stjórnenda og starfsmanna geta verið formleg og óformleg, skrifleg og munnleg, og farið fram rafrænt og með líkamstjáningu. Með sífelldum vexti í ferðaþjónustunni hérlendis skapast mörg störf fyrir innlent og erlent vinnuafl og starfsmannavelta getur verið mikil innan greinarinnar. Með virkum og góðum samskiptum á vinnustað sem taka mið af aðstæðum hverju sinni skapast jákvætt og gott vinnuumhverfi og starfsánægja eykst. Þetta leiðir til ánægjulegrar upplifunar fyrir viðskiptavininn sem vill þá koma aftur og halda tryggð við fyrirtækið og þar með er kominn félagslegur og fjárhagslegur ávinningur fyrir fyrirtækið.
Í þessari rannsókn var notast við eigindlega viðtalskönnun við starfsfólk sem starfar eða hefur starfað í ferðaþjónustu til að skoða hvernig upplifun þeirra hefur verið á vinnustað. Þá var sérstaklega verið að skoða hvort þátttakendur hefðu upplifað misbresti við stjórnendur og yfirmenn sína, og hvaða leiðir þeir nota til að gera samskiptin betri ef á þurfti. Niðurstöður sýndu fram á að flestir hefðu almennt átt góð samskipti við sína stjórnendur og væru meðvitaðir um hvaða aðgerðir þeir gætu tekið til að bæta samskiptin ef um misskilning væri að ræða.
Communication is constantly taking place in the workplace, and it is important to use the right form of communication and communication interpretation. Communication between the manager and employees can be formal and informal, written and verbal, and can go through digital channels and body language. With increased growth in tourism in Iceland many jobs are available for both domestic and foreign workforce and therefor more chance of work turnover in the business. With efficient and effective communication in the workplace which consider the situation a good and positive work environment and increased employee satisfaction. This leads to a pleasant experience for the customer which then wants to come back and keeps his loyalty to the company. Thereby the company has gained both social and economic profit. In this research qualitative interviews were conducted to interview employees that work or have worked in tourism, to research their experiences in the workplace. Specially to see if the interviewees had experienced any difficulties communicating with their managers or chiefs, and which methods they would use to improve their communication. The results show that most of the interviewees have had good communication with their managers in general and were aware of which methods to use in case of a misinterpretation in communication.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Edda Unnsteinsdóttir BA Lokaritgerð 2023.pdf | 595,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |