is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44984

Titill: 
  • Hvati og væntingar : hver er hvatinn og hverjar eru væntingar til fjallgöngu hjá íslensku fjallgöngufólki? : dæmi frá Vesturlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna mun á hvata og væntingum ferðafjallgöngufólks víðar um heiminn og bera saman við væntingar fjallgöngufólks á Vesturlandi. Í rannsókninni er skoðaðar erlendar rannsóknir, þar sem hvatar og væntingar ferðamanna í fjallgöngum eru bornar saman við hvata og væntingar íslenska fjallgöngufólksins. Markmið rannsóknarinnar er að; sjá hvort að samræmi sé á milli íbúa og ferðafólks, þegar kemur að hvata og væntingum til fjallgöngu; sjá hvort að hægt sé að benda á ákveðna leið eða fjall á Vesturlandi sem er einna vinsælast; að sjá hvort hægt sé að skilgreina fjallgöngufólk á Vesturlandi. Til að finna ákveðnar tölur og samanburð var rýnt í fjölmargar rannsóknir sem hafa verið gerðar um gönguferðir og fjallgöngur og skoðaðar tölur um hvata og væntingar ferðafjallgöngufólks. Spurningakönnun var lögð fyrir fjallgöngufólk á Vesturlandi og svöruðu 172 þátttakendur könnuninni. Niðurstöður rannsóknarinnar draga það fram að hvati til fjallgöngu er sá sami hjá ferðafjallgöngufólki og fjallgöngufólki á Vesturlandi en það er náttúru upplifun. Helstu væntingar ferðafjallgöngufólks var að hverfa frá hversdagsleikanum, úr þeim mikla hraða sem er að finna í nútímalífi hvers og eins en væntingar þátttakenda á Vesturlandi voru að komast í tengingu við náttúruna. Náttúran var því sterkur hluti væntinga og hvata fjallgöngufólks á Vesturlandi. Úr frá erlendum og innlendum rannsóknum og þessari rannsókn má leiða að því líkum að fjallgöngufólk á Vesturlandi sé „mjúk ævintýra-fjallgöngufólk“ þar sem þau eru viðkvæm fyrir veðráttum og taka enga óþarfa áhættur. Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit var vinsælast fjall sem nefnt var í könnuninni og var jafnframt áhugavert hversu margar leiðir/mörg fjöll voru nefnd í könnuninni.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study is to examine the differences between the motivations and expectations of hikers in West Iceland and tourist’s hikers around the world. The research includes foreign studies, where the motivations and expectations of hiking tourists are summarized and compared to the Icelandic hikers. The aim of the study is to; see if there is harmony between residents and tourists when it comes to motivation and expectations for hiking; see if there is a certain route or mountain in West Iceland that is more popular than others; to see if it is possible to define hikers in West Iceland. In order to find certain numbers and comparisons, numerous studies that have been done on hiking were reviewed and figures were taken on the motivations and expectations of hikers. A questionnaire was submitted to hikers in West Iceland and 172 participants answered. The results of the study reveal that the motivation for hikers is the same for tourist hikers and hikers in the West Iceland, but it is a natural experience. The main expectation of tourist’s hikers was to get away from everyday life, from the high speed that can be found in everyone's modern life, but the expectation of the participants in the West Iceland was to get in touch with nature. Nature was therefore a strong part of the expectations and motivation of hikers in the West. From previous studies and this one, the conclusion came that hikers in the West area of Iceland are "soft adventure hikers" as they are sensitive to weather conditions and do not take any unnecessary risks. Hafnarfjall in Hvalfjörður was the most popular mountain mentioned in the survey and it was interesting how many routes/many mountains were mentioned in the survey.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Hafþór Ingi.pdf584,47 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna