Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44988
Matarsóun er vandamál sem heldur áfram að vaxa með aukinni neyslu og áherslubreytingum þegar kemur að fæðuvali. Þegar matvælum er sóað er er öllum auðlindum sem notaðar eru í framleiðslu matvæla sóað. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru sautján talsins og snúa að þeim þáttum sem talið er mikilvægast að vinna að í tengslum við aukna losun gróðurhúsalofttegunda. Evrópusambandið hefur sett reglur um mælingar vegna sóunar sem verið er að fara í hér á landi á þessu ári. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út aðgerðaáætlun þar sem tillögur til úrbóta eru kynntar en ekki komnar langt á veg og ljóst er að betur má gera. Í ljósi þess að ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein á Íslandi er mikilvægt að skoða matarsóun innan hennar. Í þessari rannsókn var notast við eigindlega aðferðarfræði þar sem fyrirliggjandi gögn voru skoðuð og tekin voru hálf opin viðtöl við forsvarsmenn fimm ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýndu fram á að fyrirtækin deila að miklu leyti aðgerðum og áskorunum. Aðgerðir eru tengdar innkaupum og yfirsýn og áskoranir helst tengdar viðhorfi starfsfólks og viðskiptavina. Aðgerðir sem hér eru nefndar geta nýst fyrirtækjum sem hafa ekki hugað að matarsóun í sinni starfsemi. Ljóst er að þörf er á aðgerðum sem snúa að frekari þátttöku í því verkefni sem takmörkun matarsóunar er.
Lykilorð: matarsóun, sjálfbærni, stjórnun sóunar, ferðaþjónusta, heimsmarkmið
Food waste is a problem that continues to grow with increased consumption and changes in focus when it comes to food choices. When food is wasted, all the resources that are used to produce the foods are lost. The United Nations seventeen global goals focus on the aspects that are considered the most important to work on in relation to increased emission of greenhouse gases. The European Union has enacted laws on waste measurements that are being carried out in Iceland this year, and the Ministry for the Environment and Natural Resources issued an action report in which proposals for improvement are presented, but have not progressed so far and it is clear that more can be done. Considering that tourism is a growing industry in Iceland, it is worth looking at food waste within tourism companies. In this research a qualitative methodology was used where some of the available data was examined and semi-open interviews were conducted with representatives of five tourism companies in the rural area and in the capital area. The results showed that the companies share actions and challenges, actions are related to purchasing and overview and challenges are mainly related to the attitude of employees and customers. The actions listed here can be useful for companies that have not considered food waste in their operations. More actions are however needed to involve more participants in the project of reducing food waste.
Key words: food waste, sustainability, waste management, tourism, sustainable development goals
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð BA - Matarsóun í ferðaþjónustu.pdf | 574,54 kB | Opinn | Skoða/Opna |