Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44991
Hlutfall karla og kvenna í hestamennsku hefur breyst mikið frá því hesturinn fór úr því að vera vinnudýr yfir í að vera tómstundagaman, sérstaklega eftir miðja 20. öld. Hestaíþróttir eru ein af fáum greinum þar sem konur og karlar keppa í sömu flokkum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að kvenkyns knöpum í keppni á Landsmótum hestamanna, fjölgaði hlutfallslega á árunum frá 1978-2022. Hlutfall kvenna var hæst í keppnum í yngri flokkum og fór í um og yfir 80% á nokkrum landsmótanna. Fyrir 1990 voru strákar hlutfallslega fleiri í hópi 15 ára og yngri, en síðan hefur hlutfall stelpna aukist jafnt og þétt. Þessu var öfugt farið í keppnum í A-flokki, B-flokki og tölti, þar sem karlar voru hlutfallslega fleiri, allt tímabilið sem skoðað var.
Konum fjölgaði þó í þessum greinum og í B-flokki þar sem hlutfallið varð lægst 10%, var það rúm 40% árið 2022. Sama ár var hlutfall kvenkyns knapa í A-flokki hærra en nokkru sinni fyrr, rúm 41% og þá voru konur tæp 38% keppenda í tölti. Þetta sýnir að konur sóttu fram í
hestamennsku á tímabilinu, þó sú þróun hafi gerst hægar í meistaraflokkum. Niðurstöðurnar vöktu spurningar um hvers vegna konur virtust skila sér síður úr yngri flokkum og upp í meistaraflokka.
Rannsóknir frá öðrum löndum sýndu að víða hefur verið litið á greinina sem kvennasport á síðari árum. Ákveðið samhengi virtist milli þróunarinnar á Íslandi og erlendis, stelpur voru í meirihluta í yngri flokkum en karlar í efstu stigum keppninnar. Draga má þá ályktun að með
sömu þróun hérlendis, gætu kvenkyns knapar átt eftir að verða í meirihluta í öllum flokkum. Það gæti kallað á aðgerðir til að tryggja kynjajafnvægi, þar sem mætti nýta reynslu frá öðrum löndum. Loks má spyrja hvort aðgerðir til að draga úr kynjahalla þyrftu ekki að taka mið af breyttum samfélagsviðmiðum varðandi skilgreiningu og hlutverk kynja, í síbreytilegum heimi
The proportion of men and women in horse riding changed after the use of horses went from work to leisure, especially after mid-20th century. Unlike in most other sports, in equestrian sports female and male riders compete against each other in the same classes. The conclusions of
this research showed that the number of female riders rose proportionally in competition at the National Equestrian Tournament (Landsmót hestamanna), from 1978 to 2022. Proportion of female riders was highest amongst younger riders, around 80% in some of the tournaments. Before 1990 the proportion of boys under 15 was higher, after which the proportion of girls rose steadily. This was the other way around in the elite classes, A, B and tölt, where there were
proportionally more men, although the number of women did rise. In 2022, the proportion of female riders was the highest ever in A class, over 41%, 40% in B class and 38% in tölt. This showed a growth in the number of female contestants, although less so in the elite classes. The
conclusions sparked the question why girls competing at an early age seemed more unlikely to continue up into elite classes, than boys.
The same was found in research in other countries, girls were the majority of riders in the younger classes, but men in the elite classes. Still, horse riding has been increasingly seen as a women’s sport, abroad.It can be speculated that if this development continues, female riders might become the majority of contestants in all classes. That might call for some action to work towards gender balance, where experience in other countries could be of use. Finally, the
question arises whether measures to create gender balance wouldn´t have to take notice of changes in definitions and roles of gender in our ever-changing world.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð - Lokaútgáfa.pdf | 665,34 kB | Lokaður til...31.05.2025 | Heildartexti |