Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4500
Fyrirtæki á samkeppnismarkaði eiga það til að virða virka samkeppni að vettugi og skipta henni út fyrir ólögmætt samráð sín á milli. Leynilegt, ólögmætt samráð keppinauta er alvarlegasta brotið á samkeppnislögum þar sem það getur haft mjög skaðleg áhrif á samkeppni og þar með rýrt lífskjör almennings til að mynda með hækkandi verðlagi eða lakara vöruúrvali. En þá vaknar sú spurning hversu ítarlegir slíkir samningar eða samráð þurfa að vera svo hegðunin brjóti gegn samkeppnislögum. Höfundur tók til skoðunar ákvæði IV. kafla samkeppnislaga er fjalla um bann við samkeppnishömlum. Skoðuð voru fræðirit sem skrifuð hafa verið á sviði samkeppnisréttar sem og úrskurðir og ákvarðanir. Þá voru dómar sem fallið hafa um þetta mál skoðaðir ítarlega en dómaframkvæmd sýnir hvað best hvaða samningar og samstilltar aðgerðir brjóti gegn bannreglu samkeppnislaga
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOKAskjalið.pdf | 511.81 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |