Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45003
Hávaðamengun af mannavöldum er sífellt oftar nefnd sem áhrifavaldur á búsvæði hafs og vatna á heimsvísu. Atlantshafsþorskurinn (Gadus morhua) er ein tegund af mörgum sem verða fyrir áhrifum hávaða af völdum manna, þar á meðal skipaumferð, sónar, byggingarframkvæmdum og neðansjávarsprengiefni. Strandsvæði með mikilli skipaumferð s.s. firðir geta orðið sérstaklega fyrir áhrifum af auknu hljóði af mannavöldum, sem raskar hljóðvist fiska. Atlantshafsþorskurinn er mjög háður hljóði til ýmissa athafna eins og samskipta, hrygningar og fæðuleitar. Seiði Atlantshafsþorsks getur verið sérstaklega viðkvæmur fyrir hljóðtruflunum sem hefur áhrif á hegðun þeirra og þar með möguleg óbein áhrif á vöxt, líkamlegan þroska og jafnvel lifun. Þessi rannsókn miðar að því að kanna áhrif hávaða frá bátum á atferli seiða þorsks í Dýrafirði. Notaðar voru merkingar með hljóðmerkjum til að fylgjast með útbreiðslu og hegðun seiða í náttúrulegu umhverfi nálægt höfninni við Þingeyri þar sem hljóð tengt bátaumferð var samtímis skráð. Þessi vettvangsvinna fór fram í júlí, ágúst og september árið 2022. Byggt á aðalþáttagreiningu fjölda hljóðbreyta voru 95% tíðni (Hz), orka (dB Fs) og miðtíðni (Hz) valin fyrir frekari tölfræðigreiningu greiningu. Notuð voru GAMM líkön til að kanna einstaklingsbundna svörun ungþorsks við hljóði. Niðurstöðurnar bentu til einstaklingsbundinna viðbragða þorsks við bátahljóði þar sem dýpt og sundhröðun breyttist. Núverandi niðurstöður benda til þess að hljóðtruflanir hafi einhver áhrif á hreyfingu og hegðun þorsks. Hins vegar benda niðurstöður þessarar rannsóknar ekki síst á þörfina á áframhaldandi rannsóknum á öðrum þáttum sem gætu haft áhrif á hreyfimynstur þorsks til að átta sig betur á hugsanlegum áhrifum skipaútgerða við ströndina á fiska í nærsjó.
Anthropogenic noise has emerged as an ecological pollutant affecting aquatic habitats globally. The Atlantic cod (Gadus morhua) is one species among many that are affected by humaninduced underwater noise, including ship traffic, sonars, construction sites, and underwater explosives. As coastal areas with increased vessel traffic, fjords may be particularly affected by the heightened presence of anthropogenic sounds, disrupting the soundscape, and affecting fish bioacoustics. The Atlantic cod heavily depend on sound for various activities such as communication, spawning, and foraging. Juvenile Atlantic cod may be particularly vulnerable to acoustic disturbances, affecting their behavior which can, in turn, indirectly affect growth, physical development, and even survival rates. This study aimed to examine the effects of boat noise on juvenile Atlantic cod behavior in Dyrafjörður, Iceland. The study topic was approached by using acoustic telemetry and tracking to monitor the distribution and behavior of juveniles in a natural setting of a harbor, where boat noise was simultaneously recorded. This fieldwork occurred within three summer months (July, August, and September) in 2022. Based on the principal component analysis of sound parameters, 95% Frequency (Hz), Energy (dB Fs), and Centre Frequency (Hz) were selected for further analysis. Generalized additive mixed models were used to show the individual level response of juvenile cod to sound. These results indicated a behavioral response from some cod movement to boat noise exposure with alterations in-depth and acceleration. The current results suggest that acoustic disturbances do have some influence on cod movement and behavior. However, the findings of this study highlight the need for continued research on other parameters that may have an influence on cod movement patterns to better understand the potential impact of nearshore vessel activities on the Atlantic cod patterns.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
KenReeshaPrice_Masters__Thesis_Mar2023 Complete .pdf | 2,35 MB | Open | Complete Text | View/Open |