Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45004
In the Westfjords, avalanches are a danger to lives, they damage livestock and infrastructure, and the impact tourism and outdoor recreation. Backcountry-recreation, such as skiing, is becoming increasingly popular globally, as well as in the Westfjords. Search and Rescue (SAR) teams and the Icelandic Meterological Office (IMO), have developed avalanche forecasts and rescue practices to mitigate avalanche impacts. The aim of this thesis is to investigate how the recreational avalanche hazard has been managed in the Westfjords over the last 20 years, and the awareness and perceptions of avalanche risk for recreationists and the supporting institutions. A key insight from this study is that the safety of backcountry recreationists is largely based on their level of hazard awareness. Furthermore, the study highlights that avalanche training is available in the Westfjords and Iceland, but access is often restricted. This study addresses various other topics based on respondents’ views, such as how the recreational back country skiing scene is changing and what the future of this practice could be. Topics discussed include managerial response to the increase in recreationists, and the role that tourism has played in the emergence of this sport. From this research, it is recommended to further investigate feasibility of the following three suggestions. To better advertise already established avalanche courses, to include entry level access, as well as making SAR training sessions available to the public (where appropriate), without having to commit to a two-year training program. Accessibility to education on avalanches should be the focus for communities who are dealing with an increase in backcountry recreationists. This will reduce the risks of being in an avalanche and help to prepare communities for future changes. Communities dealing with similar increase in back country recreation without a long history of the practice can draw generalisations from this thesis.
Á Vestfjörðum eru snjóflóð lífshættuleg, búfé og innviðum stafar hætta af þeim og þau hafa áhrif á ferðaþjónustu og útivist. Fjallaskíðun nýtur sífellt meiri vinsælda á heimsvísu, sem og á Vestfjörðum. Björgunarsveitir og Veðurstofan hafa þróað snjóflóðaspár og björgunaraðferðir til að draga úr áhrifum snjóflóða. Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka þá þróun sem hefur átt sér stað varðandi stýringu snjóflóðahættu tengdri afþreyingu á Vestfjörðum síðastliðin 20 ár, sem og hversu meðvitað fólk sem stundar fjallaskíðun og starfar innan stuðningsstofnana er um snjóflóðahættu, og viðhorf þeirra. Lykilinnsýn úr þessari rannsókn er að öryggi útivistarfólks byggist að miklu leyti á áhættuvitund þeirra. Jafnframt undirstrikar rannsóknin að snjóflóðaþjálfun sé í boði á Vestfjörðum og Íslandi, en aðgangur að slíkri þjálfun sé oft takmarkaður. Þessi rannsókn fjallar um ýmis önnur efnistök sem byggjast á skoðunum svarenda, eins og hvernig fjallaskíðun er að breytast og hver framtíð þeirrar iðkunar gæti orðið. Til umræðu eru meðal annars viðbrögð stjórnenda við fjölgun fólks sem stundar fjallaskíðun og hlutverk ferðaþjónustunnar í tilkomu þessarar íþróttagreinar. Út frá þessari rannsókn er mælt með því að kanna frekar hagkvæmni eftirfarandi þriggja tillagna. Að auglýsa betur þau snjóflóðanámskeið sem eru í boði nú þegar, að bæta við námskeiðum á grunnstigi, auk þess að gera björgunarsveitaþjálfun aðgengilega almenningi (þar sem við á), án þess að fólk þurfi að skuldbinda sig til tveggja ára þjálfunar. Aðgengi að fræðslu um snjóflóð ætti að vera í brennidepli fyrir samfélög sem upplifa fjölgun fólks sem stundar fjallaskíðun. Þetta mun draga úr hættu á að fólk lendi í snjóflóði og hjálpa til við að undirbúa samfélög fyrir breytingar í framtíðinni. Samfélög sem upplifa svipaða aukningu á fjallaskíðun án langrar sögu um iðkun geta dregið lærdóm af þessari ritgerð.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Final Price I 2.pdf | 4,36 MB | Open | View/Open |