Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45005
Fórnarlömb kynferðisofbeldis eru viðkvæmur hópur og mikilvægt að meðferð nauðgunarmála fyrir dómstólum sé vönduð. Rannsókn þessi mun greina hvort munur sé á niðurstöðu nauðgunarmála fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir kyni dómara og hvort munur sé á niðurstöðu á milli þessara tveggja tímabila sem rannsóknin nær yfir. Til rannsóknar eru niðurstöður 58 mála fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á tíu ára tímabili, frá 2010 til og með 2014 og síðan frá 2018 til og með 2022 sem sagt tvö fimm ára tímabil sem vörðuðu brot á 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af þeim málum sem um ræðir var karlkyns dómari í 17 málum eða 29%, kvenkyns dómari var í 15 málum eða 26%, fjölskipaður dómur með körlum í meirihluta í 14 málum eða 24% og fjölskipaður dómur með konum í meirihluta í 12 málum eða 21%. Ekki var merkjanlegur munur á niðurstöðu mála eftir kyni dómara en konur áttu þó til að dæma til aðeins vægari refsinga þegar refsihæð var skoðuð í mánuðum. Talsverður munur var á milli tímabilanna. Málin raðast þannig upp að 2010-2014 féllu 24 dómar og 2018-2022 féllu 34 dómar og fólst munurinn í að þrír dómar á seinna tímabilinu voru skilorðsbundnir en enginn á fyrra tímabilinu. Einnig var algengast á fyrra tímabilinu að ákærði væri dæmdur til tveggja ára fangelsis eða fjórum sinnum en langalgengast var á seinna tímabilinu að ákærði væri dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsis eða átta sinnum. Sú refsihæð kom aldrei fyrir á fyrra tímabilinu Dreifing málanna er mun jafnari á fyrra tímabilinu en meiri toppar á því seinna.
Victims of sexual violence are a vulnerable group and it is important that the treatment of rape cases by the courts is meticulous. This research will analyze whether there is a difference in the outcome of rape cases in the Reykjavik district court based on the gender of the judges and whether there is a difference in outcome between the two time periods covered by the study. The study includes 58 cases heard in the Reykjavik district court over a ten-year period from 2010 to 2014 and from 2018 to 2022, which involve violations of Article 194 of the General Penal Code number 19/1940. Of these cases, a male judge presided in 17 cases or 29%, a female judge in 15 cases or 26%, a mixed-gender panel with male majority in 14 cases or 24%, and a mixed-gender panel with female majority in 12 cases or 21%. There was no significant difference in the outcome of cases based on the gender of the judge, but female judges tended to impose lighter sentences when considering the severity of the crime over a period of months. There was a significant difference between the two time periods covered by the study. In the 2010-2014 period, 24 judgments were rendered, while 34 judgments were rendered in the 2018-2022 period. The difference lies in the fact that three judgments in the later period were conditional, whereas none were in the earlier period. It was also more common in the earlier period for defendants to be sentenced to two years in prison or four times, while the most common sentence in the later period was two and a half years in prison or eight times. This level of punishment was never seen in the earlier period. The distribution of cases is more even in the earlier period, with more peaks in the later period.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð-Bára og Haukur lokaútgáfa, PDF.pdf | 1,21 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |