Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45006
Í ritgerð þessari er leitast eftir að kanna skuldbindingargildi ályktana allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt eru hinar ýmsu hliðar allsherjarþingsins kannaðar með það fyrir augum að varpa ljósi á hvernig þingið virkar í raun. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður til umfjöllunar með hliðsjón af hlutverki og skipan allsherjarþingsins, sem finna má í IV. kafla í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknarspurningarnar eru svohljóðandi: Hafa ályktanir allsherjarþingsins áhrif þó þær séu ekki bindandi fyrir aðildarríki?, Hvert er raunverulegt skuldbindingargildi ályktana þingsins?. Umræður sem skapast hafa um það hvort allsherjarþingið sé gagnslaust vegna þess að það getur ekki bundið aðildarríkin með ákvörðunum sínum líkt og öryggisráðið getur gert, urðu kveikjan að þessari rannsókn. Markmiðið er að kanna með hvaða leiðum ályktanir allsherjarþingsins fá hljómgrunn meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og hvernig þeim er framfylgt þar sem þær eru ekki bindandi. Hvaða afl drífur aðildarríki áfram í að framfylgja sjónarmiðum allsherjarþingsins, sem er ein allra mikilvægasta stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna þess að það er eini staðurinn þar sem allar meðlimaþjóðir koma saman og ræða þau málefni sem skipta þær mestu máli þá stundina.
Sameinuðu þjóðirnar voru upphaflega stofnaðar með það að markmiði að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Því er vert að kanna hvernig mikilvægasta fjölþjóðasamkoma heims virkar í raun og veru, nú þegar öryggi í heiminum er sífellt ógnað. Getur allsherjarþingið haft áhrif á frið og öryggi í heiminum með ályktunum sínum?.
This essay seeks to investigate the commitment value of the resolutions of the United Nations General Assembly. At the same time, the various aspects of the General Assembly will be for discussion, with a view to shed light on how the General Assembly actually works. The thesis focuses on The Charter of the United Nations with reference to the role structure of the General Assembly, which can be found in IV. Chapter of the Charter of the United Nations. The research question is as follows: Do the resolutions of the General Assembly have an effect even though they are not binding on member states, what is the actual commitment value of the resolutions. The debate that has arisen about whether the General Assembly is useless because it cannot give binding directives to member states like the Security Council can, was the trigger for this research. The aim is to investigate the ways in which the resolutions of the General Assembly gain resonance among the member states of the United Nations and how they are enforced, while they are not binding. What force drives member states to implement the views of the General Assembly, which is one of the most important functions of the United Nations because it is the only place where all member nations come together and discuss the issues that matter most to them at that given time.
With world security increasingly under threat and the United Nations originally created with the goal of preventing World War III, it's worth examining how the world's most important multilateral meeting actually works. Can the General Assembly influence peace and security in the world with its resolutions.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ályktanir-allsherjarþingsins-Guðný-Lára.-docx.pdf | 771,55 kB | Opinn | Skoða/Opna |