is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4501

Titill: 
 • Þjóðaratkvæðagreiðslur : margbreytilegar og umdeildar
Titill: 
 • Referendums : diverse and disputed
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Það er hægt að innleiða þjóðaratkvæðagreiðslur með mjög margvíslegum hætti og engin þjóð hefur sömu reynslu af notkun þeirra. Í þessari ritgerð er leitast við að svara spurningum um hvort þjóðaratkvæðagreiðslur séu jákvæð viðbót við það kerfi sem við búum við, hver á að hafa heimild til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslna, hvenær á að halda þær, um hvað og hvernig.
  Í ritgerðinni er fjallað um það hvort fjölgun þjóðaratkvæðagreiðslna feli í sér lýðræðisumbætur. Kjarnræðis-, margræðis- og þátttökukenningarnar eru dæmi um ólíka sýn á stöðu og hlutverk almennings í lýðræði. Í þjóðaratkvæðagreiðslum tekur almenningur milliliðalaust ákvarðanir og þannig er stuðlað að því að valdið komi frá fólkinu. Stundum er þó erfitt að fá fram raunverulegan vilja meirihlutans auk þess sem lýðræði er meira en að láta meirihlutann ráða. Framkvæmd og tilhögun getur skipt höfuðmáli í þessu samhengi.
  Farið er yfir helstu þætti sem geta verið ólíkir í framkvæmd og tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslna, t.d. varðandi hver á frumkvæðið, um hvað er kosið, hvenær er kosið og hvaða reglur gilda, til að mynda um þátttöku, fjármál og framsetningu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru flóknara fyrirbæri en margir gera sér grein fyrir og það er mikilvægt að reglur séu skýrar.
  Farið er yfir ólíkar kenningar, hugmyndir og rannsóknir varðandi hegðun kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslum. Kjósendur eru bornir saman við fulltrúa og fjallað um kosti fulltrúalýðræðisins. Í ljós kom að kenningar um t.d. íhaldssama eða fordómafulla kjósendur eru byggðar á veikum grunni. Engu að síður eru kjörnir fulltrúar í betri aðstöðu til að ígrunda fjölda flókinna mála í flóknu nútímasamfélagi og eiga oft auðveldara með að komast að niðurstöðu í ákveðnum málum

Samþykkt: 
 • 8.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Freyja_BAritgerð.pdf295.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna