is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45012

Titill: 
  • Stjórnarskrárfesta : þróun í sögulegu ljósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ótvírætt er að stjórnarskrárfesta hefur áhrif á daglegt líf almennings í nútímaríkjum. Stjórnarskrá ríkja er sú kjölfesta, sem leggur grundvöll að stjórnskipan, skiptingu valds og rétti einstaklingsins innan ríkis. Ætla má að þegnar samfélagsins gefi þessari þýðingu stjórnarskrárinnar ekki mikinn gaum, nema sérstaklega standi á. Stjórnarskrárfesta hefur þannig orðið nánast eins og sjálfsagður hlutur í nútímaríkinu, sem tryggir þegnum lýðræðisríkja grundvallarrétt gagnvart ríkisvaldinu. Stjórnarskrárfesta á rætur að rekja til hugmynda um samfélagssáttmála og grunngilda að baki lögunum. Á fjórðu öld fyrir okkar tímatal fjallaði gríski heimspekingurinn Platón um samfélagssáttmálann og þýðingu hans fyrir einstaklinginn, en um er að ræða elstu heimild sem mönnum er kunn, þar sem samfélagssáttmálinn kemur fyrir. Speki Platóns hefur síðan þá haft áhrif á kenningar heimspekinga á borð við John Locke, Hobbes, Rousseau og Montesquieu, sem var umhugað um samband ríkis og einstaklings og þá þætti sem liggja þar til grundvallar. Þrátt fyrir að markmiðin að baki stjórnarskrárfestu hafi á öldum áður verið að stemma stigu við einokun valds innan ríkja, hefur stjórnarskrárfesta staðist tímans tönn sem grundvöllur stjórnskipunar. Þannig hefur gangverk samfélagsins tekið stakkaskiptum með sviptingum sögunnar, svo sem með iðnbyltingum og styrjöldum sem hófust og liðu undir lok. Eftir seinna stríð hefur stjórnarskrárfesta stuðlað að markmiðum, sem var mönnum ekki endilega ofarlega í huga fyrir miðbik síðustu aldar. Formregla stjórnarskrárfestu felst einna helst í þeirri venju, að grundvallarlög séu rétthærri almennum lögum, af því leiðir að stjórnarskráin leggur grundvöll að allri annarri löggjöf. Eftir seinna stríð hefur hlutverk stjórnarskrárfestu einkum verið að tryggja mannréttindi innan ríkja, þannig að valdtemprun sé gagnverkandi milli þriggja anga ríkisvaldsins, en einnig í garð alls ríkisvalds í þágu þegnanna. Fyrirkomulagið sem felst í stjórnarskrárfestu hefur þá mætt áskorunum á tímum byltinga og hnattvæðingar, því er ekki unnt að fjalla um stjórnarskrárfestu nema með hliðsjón af sögunni og samhliða þróun heimsmyndar stjórnmálanna.

  • Útdráttur er á ensku

    Constitutionalism affects the everyday lives of people in modern societies. Constitutions lay the foundations of states’ administrative structure, the division of power and individual rights. The general public is not necessarily aware of the democratic meaning of constitutionalism, except on occasions. Constitutionalism is often taken for granted in the modern society, even despite its great significance. The theory of constitutionalism is rooted in social contractarianism and ideas about the fundamental meaning of the law. Plato wrote about the social contract and what it meant for the individual; his theory is the oldest source known to refer to such ideology. Under Plato’s influence, writers such as John Locke, Hobbes, Rousseau and Montesquieu did later write about the individual’s status within the context of state power. Early constitutionalism aimed towards abolishing totalitarian state authority, modern constitutionalism on the other hand takes division of powers for granted, while focusing on administrative structure foremost. The dynamic changes through the course of history affected societies worldwide; industrial revolutions took place, so did wars. At the end of the Second World War, the meaning of constitutionalism changed in parallel with societal changes. It is of formal importance that the constitution serves as a fundamental legal body, which other laws may not violate; following the Second World War, constitutionalism gained a new purpose by reinforcing political checks and balances by addressing human rights as a fundamental legal objective within democratic societies. The longevity of constitutionalism as a theory in jurisprudence, demonstrates a reason to discuss it by taking into consideration the course of history, particularly in terms of political and societal developments

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_stjornarskrarfesta.pdf538,58 kBOpinnPDFSkoða/Opna