Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45020
Hér á eftir verður farið heildstætt yfir lagaumhverfi heilbrigðisstarfsmanna, helstu réttindi þeirra og skyldur, réttarstöðu þegar kemur að fjölmiðla¬umfjöllun, skaðabótaskyldu og refsiábyrgð. Farið verður yfir lögin, dómadæmi, úrskurði, frumvörp til laga og greint til hvers er ætlast af heilbrigðisstarfsmönnum, hvar réttarstaða þeirra er góð og hvar mætti bæta hana. Þegar kemur að skaðabótaskyldum atvikum bera heilbrigðisstofnanir almennt ábyrgð á heilbrigðisstarfsmönnum sínum og réttarstaða heilbrigðis¬starfsmanna því góð en þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun er staða heilbrigðisstarfsmannsins þó bágborin og þörf á skýrari lagasetningu til að verja æru þeirra, vegna þagnarskyldunnar sem þeir eru bundnir af.
Heilbrigðisstarfsmenn geta borið refsiábyrgð vegna mistaka og ef nýtt lagafrumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika tekur gildi geta þeir enn borið refsiábyrgð ef talið er að atvikið verði rakið til stórkostlegs gáleysis. Það er þó enn þörf á að skýra betur hvað fellur undir stórkostlegt gáleysi. Með því að auka réttaröryggi heilbrigðisstarfsmanna aukum við á sama tíma öryggi sjúklinga.
In the following essay, we will explore the legal environment of healthcare workers, their main rights and obligations and legal status when it comes to media, liability for damages and criminal liability will be comprehensively reviewed. The laws, court cases, rulings and draft laws were reviewed and it was analyzed what is expected of healthcare workers, how good their legal position is and where it could be improved. When it comes to compensable incidents, healthcare institutions are generally responsible for their health care workers and the legal status of healthcare workers is good, but when it comes to media coverage, the healthcare worker's position is poor and clearer legislation is needed to protect the honor of healthcare workers. Healthcare professionals can be held criminally liable for mistakes and, if the new bill comes into force, they can still be held criminally liable if the incident is believed to be attributable to gross negligence. However, there is still a need to better clarify what constitutes gross negligence. By increasing the legal security of healthcare workers, we also increase the safety of patients.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristína_Bjork_Arnorsdottir_ML_Lögfræði_Meistararitgerð pdf. .pdf | 931.45 kB | Opinn | Skoða/Opna |