is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45023

Titill: 
 • Á heimavelli : saksókn og meðferð alþjóðaglæpa á Norðurlöndunum og í Úkraínu.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þegar við fjöllum um alþjóðlegan refsirétt og þá glæpi sem flokkast undir réttarreglur alþjóðlegs refsiréttar, getum við nefnt tvo meginflokka glæpa, það eru alþjóðaglæpir og fjölþjóðaglæpir. Á sviði alþjóðlegs refsiréttar er meðferð alþjóðaglæpa einna mest áberandi. Í alþjóðlegum refsirétti eru þjóðréttarvenjur og þjóðréttarsamningar mikilvægar réttarheimildir. Meðferð alþjóðaglæpa skal heldur fara fram hjá ríkjadómstólum, en alþjóðadómstólum og geta ríki sjálf og af eigin frumkvæði tekið til meðferðar mál tengd alþjóðaglæpum. Til að hafa heimild og lögsögu til þess, þurfa ríki að vera aðilar að hinum ýmsu alþjóðasamningum. Einn af þeim er Rómarsamþykktin, alþjóðasamningur um alþjóðlegan og varanlegan sakamáladómstól og var hann samþykktur árið 1998 á ríkjaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ein helsta meginregla Rómarsamþykktarinnar er reglan um fyllingarlögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Nú þegar stríð er háð í Úkraínu er áhugavert að skoða heimildir Alþjóðlega sakamáladómstólsins þarlendis, því hvorki Úkraína né Rússland eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Þó er hægt að beita fyllingarlögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins með öðrum aðferðum, eins og sérstökum tímabundnum og ótímabundnum heimildum frá aðildarríkjum þingsins.
  Meðferð alþjóðaglæpa fyrir ríkjadómstólum hvers ríkis er mismunandi og fer þá helst eftir lögsögu ríkisins, þá aðallega staðarlögsögu. Það er litið svo á að þeir verknaðir sem taldir eru til alþjóðaglæpa séu alvarlegustu glæpir mannkyns, því þeir brjóti gegn hagsmunum allra.
  Alþjóðlegur refsiréttur og alþjóðaglæpir hafa teygt anga sína til Íslands, sem og hinna Norðurlandanna, en tiltölulega fá mál hafa sætt rannsókn vegna gruns um alþjóðaglæpi á Íslandi. Á Norðurlöndunum hefur löggjöf um alþjóðaglæpi og refsiákvæði þeirra verið innleidd á mismunandi hátt eftir ríkjum. Svíþjóð og Finnland hafa t.a.m. mismunandi aðferðir við beitingu lögsögu, skilyrtar eða óskilyrtar allsherjarlögsögu og sést það í dómaframkvæmdum ríkjadómstólanna í meðferð mála tengdum alþjóðaglæpum.

 • Útdráttur er á ensku

  When we deal with international criminal law and the crimes that fall under the rule of law of international criminal law, we can name two main categories of crime, international crime and transnational crime. In the area of international criminal law, the treatment of international crimes is one of the most prominent. In international criminal law, international law practices and international law conventions are important legal sources. The handling of international crimes should be conducted by state courts rather than by international courts, states themselves on their own initiative may deal with cases related to international crime. To have authority and jurisdiction to do so, states must be parties to various international agreements. One of them is the Rome Statute, an international convention on an international and permanent criminal tribunal, which was approved in 1998 by the United Nations Intergovernmental Conference. One of the main principles of the Rome Statute is the rule of complementary jurisdiction of the International Criminal Court. Now that war is being fought in Ukraine, it is interesting to look at the sources of the International Criminal Court there, as neither Ukraine nor Russia are parties to the Rome Statute. However, the complementary jurisdiction of the International Criminal Court can be exercised by other means, such as special temporary and indefinite powers from parliamentary member states. The treatment of international crimes in the state courts of each state varies and depends mainly on the jurisdiction of the state, mainly local jurisdiction. The acts considered to be international crimes are regarded as the most serious crimes of mankind, because they are contrary to the interests of all. International criminal law and international crimes have reached out to Iceland, as well as the other Nordic countries, but relatively few cases have been investigated due to suspected international crimes in Iceland. In the Nordic countries, legislation on international crime and its sanctions have been implemented differently from state to state. Sweden and Finland have different methods of exercise of jurisdiction, conditional or unconditional universal jurisdiction, as evidenced by the judicial decisions of the State Courts in cases related to international crime

Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_Á heimavelli_Saksókn og meðferð alþjóðaglæpa á Norðurlöndunum og í Úkraínu.pdf625.96 kBOpinnPDFSkoða/Opna