is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45024

Titill: 
  • Áhrif aðildar Íslands að EES-samningnum á íslenska stjórnskipan : hefur framsal ríkisvalds vegna aðildar að EES-samningnum breyst?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við þær skelfilegu aðstæður sem uppi voru í lok síðari heimsstyrjaldarinnar tóku þjóðir höndum saman með það sameiginlega markmið í huga að koma á varanlegum friði og auka samstarf sín á milli. Við tók nýtt tímabil í sögu þjóðaréttar vegna aukinnar samvinnu ríkja. Gerðir voru sáttmálar og stofnuð bandalög sem tóku miklum breytingum til að ná sinni núverandi mynd. Mikið af þessari vinnu fór fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig með þróun Evrópuréttar og þar gegndu fríverslunarsamningar stóru hlutverki. Ísland tók þátt í þessu aukna samstarfi Evrópuþjóða með því að ganga í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) árið 1970. Aðildarríki EFTA gerðu svo fríverslunarsamning við Evrópusambandið um Evrópska efnahagssvæðið 2. maí 1992, sem í daglegu tali er nefndur EES-samningurinn. Með honum átti að auka enn frekar fríverslun, minnka viðskiptahöft og afnema tolla og stækka hinn innri markað Evrópu. EES-samningurinn er enn í dag umfangsmesti alþjóðasamningur sem Ísland er aðili að. Samningurinn nær til allra aðildarríkja ESB og EFTA-ríkjanna fjögurra. Höfundur mun skipta ritgerðinni í sex þætti til að leita svara við því hvort aðild að EES- samningnum hafi áhrif á stjórnskipan íslenska ríkisins vegna þess framsals á ríkisvaldi sem henni fylgir.

  • Útdráttur er á ensku

    In the dire conditions at the end of the Second World War, nations joined forces with the common goal of establishing lasting peace and increasing cooperation among themselves. A new era in the history of international law began due to the increased cooperation of states. Treaties were made and alliances were formed, which underwent many changes to reach their current form. Much of this work took place at the level of the United Nations, but also with the development of European law, where free trade agreements played a major role. Iceland participated in this increased European cooperation by joining the European Free Trade Association (EFTA) in 1970. The EFTA member states then signed a free trade agreement with the European Union on the European Economic Area on the 2 nd of May 1992, often referred to as the EEA Agreement. The purpusewas to further increase free trade, reduce trade restrictions and tariffs and expand the European internal market. The EEA Agreement is still today the largest international agreement to which Iceland is a party. The agreement covers all EU member states and the four EFTA states. The author will divide the essay into six parts in order to find an answer to the question whether membership of the EEA Agreement affects the administrative order due to the transfer of government power that comes with it.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif aðildar Íslands að EES-samningnum á íslenska stjórnskipan.pdf489,01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna