en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/45027

Title: 
  • Title is in Icelandic Úrræði sakhæfra andlega veikra einstaklinga þegar refsing er ekki talin bera árangur
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerð þessari verður fjallað um geðrænt sakhæfi og sjónum beint að þeim úrræðum sem standa sakhæfum andlega veikum einstaklingum til boða. Sérstök áhersla verður lögð á 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þegar refsing er ekki talin bera árangur og litið til þeirra öryggisráðstafana sem fram koma í 62. gr. sömu laga í því samhengi. Þau úrræði sem standa til boða hafa lítið breyst í gegnum tímanna rás og mikil þörf er á úrbótum hvað þetta málefni varðar. Oft hefur verið bent á það sem betur mætti fara af ýmsum stofnunum en þ.á.m. hefur nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu komið til Íslands og gert úttektir á þeim úrræðum sem þessir einstaklingar sæta. Einnig hefur Fangelsismálastofnun ítrekað bent á það sem betur mætti fara en án árangurs. Í íslenskri dómaframkvæmd er hægt að sjá að oft á tíðum er ekki tilgreint sérstaklega hvar viðkomandi skuli taka út refsingu sína, og eru þeir því oftar en ekki vistaðir í fangelsi þar sem þeir fá hvorki viðeigandi meðferð né aðstoð. Lítil eftirfylgni er til staðar eftir að þessir einstaklingar hafa tekið út refsingu sína og eiga þeir það til að brjóta af sér á ný. Til umræðu er að setja lög um framkvæmd öryggisgæslu og öryggisvistun sem mun skýra þessi úrræði betur og vonandi takast á við þá gagnrýni sem lengi hefur verið uppi varðandi málefni sakhæfra andlega veikra fanga á Íslandi. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það úrræðaleysi sem er til staðar og hvað betur mætti fara.

  • In this thesis mental culpability will be discussed with a focus on the resources available to a culpable mentally ill person. Special emphasis will be placed on Article 16 of the General Penal Code no. 19/1940 when punishment is not considered effective, and the security measures stated in Article 62 are used. The available resources have changed little over time and there is a great need for improvements in this matter. It has often been pointed out that things could be done better by various institutions, including the European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment that has been to Iceland and made assessments to the resources that mental ill prisoners have. The Prison and Probation Administration (PPA) has also repeatedly pointed out things that could be done better, but without success. In Icelandic judicia practice, it is often not specified where the offender should serve their sentence, and therefore they are more often kept in a prison where they do not receive appropriate treatment. There is little follow-up after these individuals have served their sentence and they often tend to break the law again. Under discussion is the passing of a law on the implementation of security detention that will clarify these measures better and hopefully deal with the problems that have been raised regarding the issue of culpable mentally ill prisoners in Iceland. The main goal of this thesis is to shed light on the current lack of resources and what could be done better to ensure that mentally ill prisoners get the appropriate help they need.

Description: 
  • Description is in Icelandic Ritgerðin er lokuð til 01.05.2035
Accepted: 
  • Jun 12, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45027


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaskjal masters.pdf564.57 kBLocked Until...2035/05/01Complete TextPDF