Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45029
Í ritgerð þessari var lagt upp með að varpa ljósi á réttarstöðu brotaþola með tilliti til laga nr. 61/2022 um breytingar á lögum um meðferð sakamála. Markmiðið var að kanna hvaða breytingar hafa verið gerðar á réttarstöðu brotaþola og réttargæslumanns. Ásamt því að fjalla almennt um stöðu brotaþola í samanburði við þær breytingar sem voru gerðar. Sjónum var því beint að því að kanna réttarstöðu brotaþola miðað við breytingar, við rannsókn sakamáls en einnig við meðferð þess fyrir dómstólum. Í ritgerðinni var ekki aðeins gert grein fyrir einum brota-flokki, hins vegar var það óhjákvæmilegt að meginbrotaflokkur ritgerðarinnar hafi verið kynferðisbrot þar sem áhersluatriði breytingarlanganna nr. 61/2022 var réttarstaða brotaþola í kynferðisbrotamálum, rétt er þó að taka fram að breytingarnar hafa áhrif á alla þolendur alvarlegri brota. Farið var einnig yfir mögulega aðkomu brotaþola sem aðila í sakamáli, en miklar umræður hafa átt sér stað um að brotaþoli þurfi að vera aðili í máli til að gæta hagsmuna sinna, en einnig til að auka jafnræði á milli brotaþola og sakbornings. Því næst var í stuttu máli fjallað um réttarstöðu brotaþola á norðurlöndunum og hún borin saman við réttindi brotaþola á Íslandi. Niðurstaðan var sú, að réttarstaða brotaþola í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé vel tryggð, en réttarstaða brotaþola tók miklum breytingum með tilkomu breytingar nr. 61/2022, þrátt fyrir það er alltaf rými til að gera enn betur. Að lokum var fjallað um nokkur atriði sem kann að vera nauðsynlegt að endurskoða t.d. þegar kemur að málsmeðferðartíma sakamála.
In this essay, it is proposed to shed light on the legal status of victims of crime with regard to Act no. 61/2022 on amendments to the law on the handling of criminal cases. The aim is to research what changes have been made to the legal status of the victim and the legal guardian. As well as discussing the situation of the victim in general, and primarily in comparison to the changes that were made. The focus is therefore on examining the legal status of the victim in relation to the changes during the investigation of a criminal case and in its handling in the courts. In the thesis, not only one type of offense is explained, however, it is inevitable that the main category of offenses in the thesis is sexual offences, since the focus of the amendments no. 61/2022 is the legal status of victims of sexual offenses, but it should be noted that the changes affect all victims of more serious offences. The possible participation of the victim, ie. to give victim formal participation on the penal aspect of a criminal case will also be reviewed, but there has been a lot of discussion about the need for the victim to have formal participation to protect his interests, but also to increase equality between the victim and the defendant. Next, the legal status of crime victims in the Nordic countries will be briefly discussed and compared to the rights of crime victims in Iceland. It has been concluded that the legal status of the victim in law no. 88/2008 on the handling of criminal cases is well-guaranteed, but the legal status of the victims changed greatly with the introduction of amendment no. 61/2022, despite that there is always room to do even better. Finally, some issues are discussed that may be necessary to review, e.g., when it comes to the procedural time of criminal cases.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð_RMK.pdf | 590,44 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |