is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45032

Titill: 
  • Áhyggjur aðstandenda og viðhorf þeirra til valdbeitingarheimilda lögreglunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að kanna skoðanir aðstandenda lögreglumanna sem er hópur sem hefur ekki verið rannsakaður hér á landi áður, aðstandendur lögreglumanna. Við vildum sjá hvort aðstendendur lögreglumanna hefðu meiri áhyggjur af öryggi lögreglumanna en lögreglumenn sjálfir sem og almenningur og skoðanir aðstandenda gagnvart valdbeitingarheimildum lögreglu. Með því að kanna skoðanir þessa hóps vorum við að vonast til þess að fá nýja innsýn inn í þessi upplifun aðstandenda lögreglumanna sem alla jafna verða fyrir áhrifum lögreglustarfsins óbeint.  
    Spurningalisti var sendur á lögreglumenn í gegnum lokaðan Facebook hóp og þeir beðnir um að áframsenda spurningalistan á sína nánustu aðstandendur. Alls tóku þátt 183 manns. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að marktækur munur var á öryggistilfinningu aðstandenda eftir fjölskyldutenglsum þeirra við lögreglumenn. Einnig var munur á öryggistilfinningu þátttakenda og áhorfs þeirra á fréttaflutning af störfum lögrelgu. 
    Til að setja rannsóknina í samhengi við það sem er að eiga sér stað í samfélaginu og ástæðu þessar rannsóknar skoðuðum við einnig þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu seinustu ár, öryggistilfinningu lögreglumanna, breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglu og hvort fjölmiðlaumfjöllun hafi áhrif á kvíða. 

  • Útdráttur er á ensku

    The main aim of this research paper was to reach out to a under researched group, family members of police officers. We believe that this group’s views and opinions has thus far not been gathered or researched regarding police matters before. We wanted to see if family members were more worried about the safety of police officers than police officers are of their own safety. We also wanted to see the family members' opinions on regulations regarding the use of force that Icelandic police abide by. By exploring the opinions of this group, we were hoping to gain new insight into these specific challenges that the police are facing. A questionnaire was sent to police officers via a closed group on Facebook and they were asked to forward the questionnaire to their closest relatives and family members. The main result of the study was that there was a significant correlation between how closely related the relatives were to the police officers to their perception of the officer’s safety. There was also a correlation between the perception of safety and the watching of news broadcasts regarding the work of police.   To put the study in context with what is happening in society and the reason for this study, we also looked at the changes that have taken place in the last couple of years regarding perceived safety of police officers, changes in the use of force and whether media coverage influences anxiety.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðstandendur lögreglumanna- BA ritgerð.pdf668.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna