is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45036

Titill: 
  • Færsla lögreglunáms á háskólastig og framtíðarsýn lögreglunema á starfsvettvang
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 2016 var grunnnám verðandi lögreglumanna hérlendis fært á háskólastig og er nú kennt við Háskólann á Akureyri í samstarfi við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu. Tilfærslu lögreglunáms á háskólastig var meðal annars ætlað að laða að fjölbreyttari hóp einstaklinga í lögregluna, en mikilvægt er að lögreglan endurspegli aukinn fjölbreytileika samfélagsins. Lögreglufræði er ung fræðigrein bæði hérlendis sem erlendis og rannsóknir á lögreglunámi og lögreglunemum eru af skornum skammti. Ein helsta áskorun lögreglunnar á heimsvísu er mannekla og brottfall menntaðra lögreglumanna og því mikilvægt að rannsaka framtíðarsýn lögreglunema á starfsvettvang. Í þessari ritgerð er leitað svara við rannsóknarspurningunni Hvaða áhrif hefur félagslegur bakgrunnur lögreglunema á framtíðarsýn þeirra á starfsvettvang? Rannsóknin grundvallast á spurningalistagögnum úr samevrópska rannsóknarverkefninu Recruitment, Eduction and Careers in the Police (RECPOL). Úrtakið samanstendur af svörum lögreglufræðinema við Háskólann á Akureyri frá árunum 2017-2021 (N=372). Niðurstöður sýna að meirihluti nema sér sig enn starfa í lögreglunni að tíu árum liðnum, en karlar (57,2%) eru líklegri en konur (49,5%) til að sjá sig í almennum lögreglustörfum eftir tíu ár. Tengsl eru á milli kyns og framtíðarsýnar á starfsvettvang, konur (67,9%) eru líklegri en karlar (43,9%) til að sjá sig starfa við lögreglurannsóknir að tíu árum liðnum. Karlar (59,9%) eru hins vegar líklegri en konur (48,6%) til að sjá sig starfandi í sérstakri deild, t.d. sérsveit, að tíu árum liðnum. Þá virðist fyrri menntun lögreglunema áður en viðkomandi innritaði sig í grunnnám fyrir verðandi lögreglumenn auka líkur á að viðkomandi sjái sig fyrir sér í sérhæfðari störfum, svo sem lögreglurannsóknum, sérsveit, upplýsinga- og greiningarstarfi o.s.frv. Aðsókn kvenna í lögreglunám hefur aukist eftir tilfærslu þess á háskólastig og vekur það vonir um jafnara kynjahlutfall á öllum starfsstigum lögreglunnar sem lengi hefur verið karllæg starfstétt. Mikilvægt er að framkvæma framhaldsrannsókn til að fylgja niðurstöðum eftir.

  • Útdráttur er á ensku

    In 2016, basic police education in Iceland was moved to the university level and is now delivered at the University of Akureyri in collaboration with the Police Education and Career Development Center. One of the aims of police education reform was to attract a more diverse group of individuals to the police force, but it is very important that the police reflect the increased diversity of society. Police science is a young discipline in Iceland and abroad and relatively few studies have been carried out on police education and police students. One of the biggest challenge of the police worldwide is police staffing and retention, and therefore it is very important to study police students’ career plans. This study aims to answer the research question What effects does the social background of police students have on their career plans? The study uses survey data from the pan-European research project Recruitment, Education, and Careers in the Police (RECPOL) and uses data from police students at the University of Akureyri from 2017-2021 (N=372). Results indicate that most students envision themselves still working in the police after ten years, with men (57.2%) being more likely than women (49.5%) to see themselves in general police work after ten years. There is also a relationship between gender and career plans, with women (67.9%) being more likely than men (43.9%) to see themselves working in police investigations after ten years. However, men (59.9%) are more likely than women (48.6%) to see themselves working in a specialized department, such as special forces, intelligence, or analysis work. Moreover, police students’ prior higher education before enrolling in basic police education increases the likelihood of envisioning oneself in a specialized position in the future. The growing percentage of women in basic police education after education reform raises hopes for a more balanced gender ratio in the police at all levels, an occupation that has long been male-dominated. It is very important to conduct follow-up studies on students’ career plans.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Færsla lögreglunáms á háskólastig og framtíðarsýn lögreglunema á starfsvettvang.pdf928.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna