Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45037
Í þessari ritgerð verður varpað ljósi á mikilvægi ýmissa þátta sem tengjast lögreglustarfinu og möguleg áhrif þeirra á hæfni lögreglumanna og lögreglunema í starfi. Lögreglumenn skipta samfélagið miklu máli og því er nauðsynlegt að þeir eigi möguleika á að verða sem hæfastir í starfi og geti sinnt borgurum eins vel og hægt er. Í ritgerðinni verður fjallað um mismunandi þætti sem hafa áhrif á að móta og þjálfa lögreglumenn fyrir starfið, t.d líkamlega þjálfun, samskiptafærni og öndunartækni. Þessi dæmi sýna að undirbúningur fyrir starfið er á fjölbreyttu sviði og að mörgu er að huga til að lögreglumenn séu vel undirbúnir fyrir þau verkefni sem koma inn á þeirra borð á hverri vakt.
Í ritgerðinni verður skoðað út frá fræðilegu samhengi hvers konar þjálfun og færni telst vera gagnleg fyrir starfandi lögreglumenn og lögreglunema sem eru að undirbúa sig fyrir starfið. Einnig verður farið yfir spurningakönnun sem var send á lögreglumenn en þar fengu þátttakendur tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar varðandi þjálfun og færni lögreglumanna. Niðurstöður spurningakönnunarinnar sýndu að meirihluti lögreglumanna var sammála um að líkamleg þjálfun, valdbeitingarþjálfun og þjálfun í samskiptarfærni og viðtalstækni væru mikilvægar fyrir starfið. Lykilhugtök: Lögregla, líkamleg þjálfun, valdbeiting, samskiptafærni, öndunartækni
In this thesis, the importance of various factors related to police work and their potential impact on the capabilities of police officers and trainees in the field will be highlighted. Police officers play a significant role in society, and it is necessary for them to have the opportunity to become highly skilled in their work and serve citizens as effectively as possible. The thesis will discuss different aspects that influence the shaping and training of police officers for their work, such as physical training, communication skills, and breathing techniques. These examples demonstrate that preparation for the job encompasses a diverse range of areas and requires careful consideration to ensure that police officers are well-prepared for the tasks they face during each shift. The thesis will examine, within a theoretical context, the types of training and skills that are considered beneficial for active police officers and trainees preparing for the job. Additionally, a survey was conducted among police officers, giving them the opportunity to express their opinions on the training and skills of police officers. The results of the survey showed that the majority of police officers agreed that physical training, use-of-force police training, and training in communication skills and interviewing techniques were crucial for the job.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A-ritgerð-HafþórLeó-LOKASKJAL_yfirlOOB18052023 (2).pdf | 762.9 kB | Opinn | Skoða/Opna |