Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45039
Ísland er eitt fimm Vesturlanda þar sem almennir lögreglumenn bera ekki skotvopn á sér við almenn skyldustörf. Hin löndin eru Noregur, Bretland (fyrir utan Norður Írland), Írland og Nýja Sjáland. Lögreglumenn á Íslandi hafa einungis aðgang að skotvopnum í læstum hirslum í lögreglubifreiðum og á lögreglustöðvum og vopnast ekki skotvopnum nema með sérstakri heimild yfirmanna. Beiting skotvopna er hástig valdbeitingar lögreglu og því mikilvægt að skoða viðhorf lögreglumanna og verðandi lögreglumanna til skotvopnaburðar, sérstaklega í löndum þar sem lögreglan ber ekki skotvopn. Í þessari ritgerð er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvert er viðhorf íslenskra lögreglunema til skotvopnaburðar almennra lögreglumanna? Gögnin sem liggja til grundvallar rannsókninni koma úr samevrópska rannsóknaverkefninu Recruitment, Education and Careers in the Police (RECPOL). Úrtakið samanstendur af svörum lögreglunema frá árinu 2019 til ársins 2021 (N=188). Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að meirihluti lögreglunema er á móti skotvopnaburði almennra lögreglumanna við skyldustörf (59%), fjórðungur (25%) er óákveðinn og 16% er hlynntur skotvopnaburði. Konur (11%) eru ólíklegri en karlar (20%) til að vera hlynntar skotvopnaburði og er munurinn tölfræðilega marktækur. Munurinn á kynjunum skýrist að einhverju leyti af menntun og stjórnmálaafstöðu. Háskólamenntaðir og þeir sem skilgreina sig sem vinstri á vinstri-hægri stjórnmálaskalanum eru líklegri til að taka afstöðu gegn skotvopnaburði frekar en þeir sem hafa ekki fyrri háskólamenntun eða sjá sig á miðjunni eða hægra megin á stjórnmálaskalanum. Þessi munur er þó ekki tölfræðilega marktækur.
Iceland is one of five countries where police officers do not carry a gun on their person while on patrol. The other countries are Norway, Britain (excluding Northern-Ireland), Ireland, and New Zealand. Icelandic police officers have access to firearms in locked compartments in police vehicles and police stations and can only arm themselves with special permission from their superiors. This study addresses the following research question: What are Icelandic police students’ attitudes toward routine police armament? The data for this study comes from the comparative European research project Recruitment, Education and Careers in the Police (RECPOL). The sample consist of police students from 2019 to 2021 (N=188). The results show that most students are against routine police armament (59%), a quarter is undecided (25%) and 16% are in favour. Women (11%) are more likely than men (20%) to be against armament and the difference is statistically significant. However, the gender difference is somewhat explained by difference in education and political orientation. Students with prior university education and those identifying as left wing on, the left-right political scale, are more likely to be against armament, although the difference is not statically significant.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ba ritgerð - Jón Ingi Sveinbjörnsson.pdf | 771.5 kB | Open | Complete Text | View/Open |