is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45040

Titill: 
  • Ofbeldi ungmenna : umfang, ástæður og forvarnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um ofbeldi ungmenna og leiðir til að sporna við því. Skoðaðar eru kannanir sem gerðar voru á meðal ungmenna á Íslandi og teknar saman niðurstöður frá mismunandi stofnunum, til að reyna að fá yfirsýn yfir umfang ofbeldisbrota þessa aldurshóps. Staðan á Íslandi er borin saman við stöðuna í löndunum í kringum okkur, sem hafa svipaða menningu og samfélagsreglur og tíðkast á Íslandi. Tekinn er fyrir þroski ungmenna, hvernig jafningja- og hópþrýstingur hefur áhrif á þau og þroska þeirra og hvað gæti orðið til þess að sum leiðist út í ofbeldisbrot en önnur ekki. Komið er inn á kenningar um hegðun og þroska ungmenna og mikilvægi þess að foreldrar og forráðamenn hafi yfirsýn yfir hegðun barna sinna. Þá verður litið til hlutverks skóla og skoðaðar eru fréttir og hvernig samfélagið lítur á ungmenni. Farið verður yfir hvaða forvörnum lögreglan á Íslandi heldur uppi til að reyna að sporna við ofbeldishegðun ungmenna. Loks verður litið til réttinda barna á mismunandi aldri gagnvart lögunum ef til þess kæmi að lögreglan og/eða dómskerfið þyrfti að hafa afskipti af þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis, the topic of youth violence and and prevention measures to combat it, will be discussed. Surveys conducted among young people in Iceland are examined and results from different institutions are compared to try to get an overview of the extent of violent crimes in this age group. Results from Iceland and other surrounding countries that have a similar culture and social rules as Iceland are compared. The development of young people is discussed, how peers and peer pressure affect them and their development, and what factors lead some into violence and others not. Theories about the behavior and development of young people will be discussed as well as the importance of parents and guardians having an overview of their children‘s behavior. The thesis will look into the role of schools and overview of news and how society looks at young people. The precautions that the police in Iceland are using to try to counteract the violent behavior of young people are reviewed, and the rights of children of different ages in relation to the law are examined in the event that the police and/or the judicial system need to intervene.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-KristaRún.pdf407.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna