Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45042
Mikil lyfjanotkun Íslendinga virðist vera vaxandi vandamál í samfélaginu og þá sérstaklega notkun lyfja í flokki ópíóíða. Ópíóíðar eru sterk verkjastillandi lyf sem bæði eru ávanabindandi og geta verið lífshættuleg. Með aukinni notkun hefur innflutningur og ólögleg sala ópíóíða aukist verulega síðustu ár. Innlagnir í meðferð á Vog hafa farið vaxandi en einnig hefur dauðsföllum tengdum ópíóðaneyslu farið fjölgandi. Markmið okkar er að vekja athygli á stöðu Íslendinga í mögulegum ópíóíðafaraldri, hverjir séu að bregðast við honum og hvernig. Auk fræðilegra heimilda nýttum við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin voru viðtöl við einstaklinga sem starfa við og þekkja málefnið. Með því fengust gögn sem hægt var að bera saman við fræðilegar heimildir og hvernig raunveruleg staða á málefninu er í dag. Þegar niðurstöður viðtalanna voru dregnar saman kom í ljós að allir þátttakendur voru sammála um að það væri mikil aukning í notkun ópíóíða á Íslandi sem leiðir af sér aukin afbrot, heilbrigðisvandamál og dauðsföll.
Drug use is a rapidly growing problem in Icelandic society, and especially drugs in the opioid category. Opioids are strong painkillers that are addictive and life-threatening. With increased use, the importation and illegal sale of opioids has increased significantly in recent years. Opioid-related deaths and admissions to rehabilitation centers such as Vogur have been on the rise. But what is being done to prevent an opioid epidemic from affecting Icelanders? The goal of the study is to draw attention to the position of Icelanders in a possible opioid epidemic, who is responding to it and how. Qualitative research methods were used to complement academic sources. Interviews were conducted with individuals who work and have knowledge on the issue. This provided data that could be compared to academic sources and shed light on the actual situation of the issue today. When the results of the interviews were summarized, it became clear that all participants agreed that there is a large trend in the use of opioids in Iceland, which leads to increased crime, health problems and deaths.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð.pdf | 1 MB | Lokaður til...01.05.2050 | Heildartexti |