is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45045

Titill: 
  • Notkun myndgreiningartækni í flakavinnslu : Maritech Eye vs human eye
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hefur í íslenskum sjávarútvegi verið lögð áhersla á fullnýtingu afurða og hámörkun verðmæta. Því hefur viðhorfið verið gæði fram yfir magn. Enn þann dag í dag er leitað leiða til þess að gera fiskvinnslur skilvirkari og með meiri verðmætasköpun. Maritech Eye er tæki byggt á myndgreiningartækni og hefur möguleika til þess að gera einmitt það. Í verkefninu eru eiginleikar Maritech Eye krufnir og rannsakað hvort tækið muni auka skilvirkni í fiskvinnslu ÚA. Ásamt því að kanna hvort gæðamatssérfræðingar ÚA og Maritech Eye séu sammála um galla sem fyrirfinnast í fiskflökum. Til að rannsaka hvort Maritech Eye gæti framkvæmt gæðamat sjálfvirkt voru gölluð flök tekin til hliðar, gallarnir og flökin merkt og þau síðan keyrð í gegnum vélina, til þess að kanna hvort tækið væri sammála um þá galla sem voru til staðar. Kannað var hversu mikið magn flaka gætu sloppið við snyrtingu og farið beint í átt að vatnsskurðarvél. Hægt var á færibandi og slétt úr flökum inn í vélina í 90 mínútur til að rannsaka og greina árangur út frá tíðni galla og finna hlutfall flaka.
    Rannsóknin leiddi það í ljós að með tímanum muni Maritech Eye auka skilvirkni í vinnslu ÚA. Samkvæmt myndgreiningar auganu voru 33,5% flaka gallalaus með tilliti til blóðmars og loss í 90 mínútna keyrsluprufunni og hefðu því getað sleppt snyrtingu. Ávinningur þess myndi minnka álag á snyrtilínu um sama hlutfall, auka nýtingu hráefnis og vernda það betur með tilliti til hitastigs. Einnig mun Maritech Eye geta framkvæmt sjálfvirkt gæðamat í framtíðinni en þá þyrfti fyrst að stilla allar gæðabreytur að stöðlum ÚA fyrir vélina.
    Lykilorð: Myndgreining, flakavinnsla, gallatíðni, Maritech Eye, ÚA.

  • Over the years, the Icelandic fishing industry has had its focus on quality rather than quantity. The goal has been to maximize profits by utilizing everything the product can offer. Companies continue to look for new solutions to maximize profits. Maritech Eye is a device based on hyperspectral imaging technology and has the potential to aid companies towards that goal. In the project, the properties of Maritech Eye are dissected and evaluated. The purpose is to evaluate whether the device will increase the efficiency of ÚA's fish processing and whether ÚA's quality experts and Maritech Eye's assessment agree on defects found in fish fillets. The Eye was tested against the human eye of quality assessment experts from ÚA, by taking fish fillets and performing quality inspection and taking pictures, then the fillets were given ID and put through the machine. Maritech Eye was also evaluated in order to see the percentage of fillets that could skip pretrimming, hence making the processing more efficient. That part of the experiment was carried out by slowing the conveyor belt and straightening out the fillets for 90 minutes of Maritech Eye analysis.
    The study led to the conclusion that in the future, Maritech Eye will be able to conduct quality inspection when the standards and threshold will have been set by ÚA and Maritech. During the 90-minute experiment, 33,5% of all fillets were in great condition and could therefore skip pretrimming. Hence reducing the workload on pretrimming and making it possible to sending them straight to water jet cutting. Maritech Eye significantly increases the efficiency of ÚA´s fish processing in the future.
    Keywords: Visual analysis, fillet processing, quality defects, Maritech Eye, ÚA.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halldorjonsson Lokaverkefni.pdf1,36 MBOpinnPDFSkoða/Opna