is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45047

Titill: 
 • Geymsluþol á ferskri grásleppu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Það hefur ekki farið á milli mála að umhverfismál eru í hávegum höfð, og hér á landi hefur áhersla verið lögð á að nýta þær auðlindir sem jörðin gefur af sér. Markmiðið ætti alltaf að vera að fullnýta afurðir.
  Stórum hluta af grásleppu er hent í sjóinn eftir að búið er að fjarlægja hrognin. Síðasta áratuginn hefur fryst grásleppa verið seld í auknum mæli til Kína. Áhugi er á að kanna hvort ekki megi nýta hana ferska eða frysta til manneldis. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir þá þarf geymsluþol ferskrar grásleppu að liggja fyrir, því var það rannsakað.
  Rannsókn var framkvæmd á geymsluþoli ferskrar grásleppu við annars vegar 0-1°C og hins vegar við 6-7°C. Rannsóknin gekk þannig fyrir sig að grásleppa var flökuð og skorin í 50-75 g einingar. Mælingar voru framkvæmdar á örverufjölda og örveruvexti sem tekin var sex sinnum á tímabilinu. Sýni voru þynnt niður og ræktuð á bæði járn agar æti og PCA æti. Einnig voru framkvæmdar peroxíð og anisidín mælingar sem mæla út frá olíu í vöru hvort hún væri farin að þrána. Rannsóknir stóðu yfir í tvær vikur.
  Niðurstöður leiddu í ljós að hitastig var 2-3°C hærra í báðum skápum en reiknað var með í upphafi. Við lok mælinga, á degi 13 frá veiðum var grásleppan ekki farin að þrána að því marki að það hefði skemmdaráhrif á grásleppuna. Ekki sáust skemmdarbakteríur á járn agar æti fyrr en á degi níu frá veiðum í kaldari skápnum, en í heitari skápnum var það á degi þrjú. PCA æti sýndi hins vegar örveruvöxt strax á degi eitt frá veiðum. Heildarfjöldi örvera var kominn í tæplega 750 þúsund á degi þrjú frá veiðum og í um 267 milljónir á degi 13 frá veiðum við lok mælinga í heita skápnum. Í kalda skápnum reyndist fjöldinn um 130 þúsund og tæplega 19 milljónir á sömu dagsetningum. Örveruvöxtur var því talsvert minni í kalda skápnum og geymsluþol reyndist einnig betra í þar en í heita skápnum.
  Lykilorð: Grásleppa, geymsluþol, þránun, örverufjöldi.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, environmental concerns have increased significantly. Recycling and more emphasis on waste reduction has followed, including food waste. The goal should always be to have the best use of our food.
  A big part of lumpfish is thrown into the sea after the roe has been harvested from the fish. For the last decade there has been increase in export on frozen lumpfish to China. There is a willingness to explore possibilities to use fresh or frozen lumpfish for human consumption. To be able to export fresh lumpfish, shelf life of fresh lumpfish must be known.
  This study aims to examine the storability of fresh lumpfish. It was both researched at 0-1°C and 6-7°C. The first step of the study was to cut the fish and divide every fillet into 50-75 g samples. Four types of measurements were performed on these groups. First, it was the measurement of microbial count and microbial growth, which was performed six times during the experiment. The samples were diluted and cultured on both iron agar and plate count agar. Anisidine and peroxide measurements were also carried out, they measure how much yearning has taken place in oil in products.
  The results of the study showed that the temperature was 2-3°C higher than expected. It also showed that there was almost no yearning in the lumpfish. On day 13 the small yearning that was measured did not have any effects on the storability of the lumpfish. There were no spoilage organisms seen on the iron agar until at day nine in the cold fridge, but in the warm fridge, they started to show at day three. On PCA there was microbial growth in every group, and it started on day one. CFU/g was about 750.000 at day three and 267 millions at day 13 in the warm fridge. In the cold fridge there were 130.000 at day three and little less than 19 millions at day 13.
  There was less microbial growth in the cold fridge and the storability was also better there than in the warm fridge.
  Keywords: Lumpfish, storability, yearning, microbial measurements.

Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Hermann Biering - 2023 (Lokaútgáfa).pdf590.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna