Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45048
Framleiðsla á laxi á Íslandi hefur aukist hratt síðasta áratug og á eftir að aukast enn meira á næstu árum. Talið er að Ísland geti notið samkeppnisforskots í framtíðinni hvað varðar útflutning á laxi vegna nálægðar við Norður- Ameríku, en árleg neysla á Atlantshafslaxi í Bandaríkjunum er um 44% af allri neyslu í heiminum. Árið 2022 voru framleidd yfir 40 þúsund tonn í lagareldi á Íslandi en samkvæmt skýrslu Boston Consultant Group (BCG) (Björn Björnsson o.fl., 2023) sem unnin var fyrir Matvælaráðuneytið 2023, er gert ráð fyrir að miðað við ákveðnar forsendur geti það magn orðið 254 þúsund tonn innan tíu ára. Sé hins vegar miðað við framsæknari sviðsmynd gæti magnið orðið 428 þúsund tonn árið 2032.
Í þessu verkefni eru flutningaleiðir fyrir ferskan lax frá Íslandi til Bandaríkjanna greindar og skoðaðir möguleikarnir á því að stytta afhendingartíma og minnka kolefnisspor hráefnisins. Í verkefninu er gerð úttekt á Norður-Ameríku leið Eimskips með það í huga að breyta leiðakerfinu og sigla beint til Portland í Main-fylki í Bandaríkjunum í stað Halifax í Nova Scotia, Kanada. Einnig er gerð úttekt á skipakosti fyrir þessa siglingaleið og hvort mögulegt sé að nota skip sem sigla hraðar, hafa meiri burðargetu. Þá er greint hvernig aukinn hraði og stærri skip hafa áhrif á kolefnisspor við flutninginn ásamt notkun á umhverfisvænna eldsneyti. SVÓT-greining var framkvæmd fyrir siglingaleiðina út frá niðurstöðum útreikninga og heimildarvinnu til að ná markmiðum verkefnisins, sem eru að:
1. Greina nýja flutningaleið fyrir ferskan lax til Norður-Ameríku
2. Meta áhrif nýrrar leiðar út frá flutningafyrirtækinu með SVÓT-greiningu
Helstu niðurstöður leiddu í ljós að hægt er á að stytta siglingatíma um tvo til þrjá daga, annað hvort með því að sigla beint á Portland eða skipta um skip sem sigla á Norður-Ameríku. Því fylgja hins vegar áskoranir, ný leiðakerfi gætu t.d. haft í för með sér tap á viðskiptavinum sem nýta núverandi siglingaleiðir fyrirtækisins en einnig þarf að horfa til takmarkana tengdar nýju mengunar einkunnarkerfi, svokallaður CII Kolefnisvísir, sem Alþjóðasiglingamálastofnunar (IMO) er að þróa með það að markmiði að draga úr CO2 í útblæstri skipa.
Lykilorð: Flutningar, kolefnisspor, ferskur lax, Norður-Ameríku markaðir, SVÓT-greining
Salmon production in Iceland has been increasing the last decade and will continue to increase in near future. Iceland has a competitive advantage due to its proximity to North America when it comes to exporting salmon. Annual consumption of Atlantic salmon in USA is about 44% of all consumption in the world. Over 40.000 tons were produced in aquaculture in Iceland in 2022 but according to a report by the Boston Consultant it is assumed that, based on certain criteria, that amount can increase up to 254.000 tons. And, based on a progressive-looking scenario, the amount could reach 428.000 tons in 2032. In this project the transport routes of fresh salmon from Iceland to the USA are studied to see the possibilities of shortening delivery time and reduced carbon footprint of the raw materials. An assessment was made of Eimskip's North America Route with the intention of changing the route system and sail directly to Portland in the state of Maine, USA, instead of Nova Scotia in Canada. An assessment was also made of the vessel’s options for this route and what possibilities there are to use vessels that go faster and have more capacity. Also, if increased speed and larger vessels have a major impact on the carbon footprint of the transport. A SWOT analysis was also carried out for the North America Route based on the results of the project's calculations and source work to answer the aims of the project: 1. Analyze a new transport route for fresh salmon to North America. 2. Evaluate the impact of a new route with a SWOT analysis. The main results revealed that it is possible to cut down the sailing time, either by sailing directly to Portland or changing vessels that sail the North America Route. But not without challenges since customers who use the company's now existing shipping routes could be lost and also there are limitations regarding the new pollution rating system, the Carbon Intensity Indicator (CII), which is currently being developed by the International Maritime Organization (IMO) in order to reduce CO2 emissions from ships
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð.pdf | 1,47 MB | Lokaður til...31.03.2143 |