Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45050
Mikil vakning hefur verið á undanförum árum um að minnka brennslu jarðefnaeldsneytis á Íslandi sem og í öllum heiminum. Þar er sjávarútvegur ekki undanskilinn frá öðrum iðnaði og samgöngum. Það að landtengja skip við rafmagn við löndun afla upp við bryggju er skref í rétta átt. Þar væri hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með orkuskiptum sem þessum en það krefst mikilla fjárfestinga bæði í landi og um borð í skipunum.
Markmið með þessu verkefni er að greina olíunotkun og orkuþörf uppsjávarskipa hjá Brim við löndun og ávinning rafvæðingar þegar þau landa sínum afla í fiskiðjuver og einnig fiskimjölsverksmiðju. Til þess að ná þessum markmiðum eru settar fram rannsóknarspurningar um orkuþörf skipa við löndun, fjárfestingar landtengingar, endurgreiðslutíma fjárfestingar og mat á ávinningi. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að uppsjávarskip Brims eru að eyða milli 80 og 100 L/klst af olíu við löndun á afla. Stofnkostnaður við að rafvæða landanir er nokkuð mikill eða um 219 milljónir króna. Endurgreiðslutími fjárfestinga sem þessa er um þrjú til fjögur ár miðað við forsendur þessa verkefnis. Fjármunir eins og viðhald á ljósavélum, síur og annað reglulegt viðhald ljósavéla er þá ekki talið með. Niðurstaðan er að talsverðir fjármunir sparast á því að hafa uppsjávarskip á raforku meðan á löndun afla stendur. Sá sparnaður getur verið á milli 58 og 78 milljónir króna á ári. Það sparast ekki bara fjármunir heldur minnkar þetta kolefnisfótspor afurða og fyrirtækisins. Hægt er að minnka losun um 750 til 950 tonn CO2 ígilda/ári. Einnig má ekki gleyma þeim þægindum sem áhafnir og nærumhverfi fær með minnkandi hljóðmengun og mengun frá skipunum.
In recent years there has been an increased awareness in Iceland and the rest of the world, on the importance of reducing fossil fuel burning. This also applies to the fishing industry, as it does to all other industries and the transportation sector. Connecting ships to electricity when landing fish at the pier, is a step in the right direction. This would allow for a significant reduction in the emission of greenhouse gases accomplished with this energy transition, but it requires a large infrastructure investment on both land and ships. The aim of this project is to analyse the oil consumption of pelagic ships at Brim and the benefits of electrification when the ships land their catch in a fish factory or a fishmeal factory. To achieve these goals, research questions are introduced about the energy consumption of ships during landing, land connection investments, the investment payback period and a cost-benefit analysis. Main findings demonstrate that Brim's pelagic vessels are consuming around 80 to 100 L/hour of oil, when landing their catch. Initial cost of electrifying the landings is quite high, or around ISK 219 million. Payback period for an investment like this is around three to four years, based on the assumptions used in this project. In that context, funds such as maintenance of power generators, filters, and other regular maintenance are not included. Results indicate that a considerable amount of money can be saved by running a pelagic vessel on electricity during the landing of catch from a vessel. With estimates around ISK 58 to 78 million a year. In addition, this not only saves money but also reduces the carbon footprint of the company and its products. It should be achievable to reduce emissions by 750-950 tons of CO2 equivalents per year. Finally, it must be taken into consideration the comfort that crews and the local environment achieve with reduced noise pollution and reduced air pollution from the ships.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rafvæðing uppsjávarskipa við löndun afla - Karl Ferdinandsson.pdf | 2.52 MB | Opinn | Skoða/Opna |