Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45051
Veiðar á grásleppu hafa verið mismiklar í gegnum tíðina en alltaf með sama markmiðinu, að fá hrognin. Hrognin hafa alltaf verið vinsæl afurð en hveljan hefur oftast orðið eftir og henni fleygt aftur í sjó. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort hagkvæmt gæti verið að fullvinna grásleppu yfir á neytendamarkað í þeim tilgangi að nýta öll hráefni fisksins og hafa þær rannsóknir gengið mis vel.
Í þessu verkefni var skoðað hvort hagkvæmt gæti verið að heitreykja grásleppu yfir á neytendamarkað. Í ljós kom að það getur verið hagkvæmt. Unnið var með 20 grásleppur, ferska og frosna til að sjá hvort munur yrði á útkomu.
Það sem kom í ljós í þessari rannsókn var að ekki er hagkvæmt að heitreykja frosna grásleppu yfir á neytendamarkað en hinsvegar getur það verið hagkvæmt með ferska. Samkvæmt niðurstöðum þarf kílóverðið að vera frekar hátt ef þetta ferli á að vera hagkvæmt.
Eflaust gæti þetta orðið hagkvæmara ef hægt væri að vélvæða framleiðsluferlið að einhverju leiti, bæði minni launakostnaður sem og nýting yrði væntanlega betri.
Fishing of female lumpfish has varied over the years but always with the same goal, to get the
roes. The roe has always been a popular product but the carcass has usually been thrown
back into the sea. Many studies have been carried out on whether it could be profitable to
fully process female lumpfish for the consumer market in order to use all the raw materials of
the fish and these studies have been somewhat successfull.
In this project it was examined whether it could be profiatble to hot smoke the female
lumpfish to the consumer market. It turned out that it can be profitable. We worked with 20
female lumpfish, fresh and frozen to see if there would be any difference in the outcome.
What was revealed in this study was that it is not profitable to hot smoke frozen
female lumpfish to the consumer market but it can be profitable with a fresh female lumpfish.
According to the results the price per kg has to be quite high if this process is to be profitable.
Undoubtedly this could become more profitable if the production process would be
mechanized to some extent, it would be lower labor costs and utilization would undoubtedly
be better.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - pdf.pdf | 7,97 MB | Lokaður til...01.04.2030 | Heildartexti |