Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45060
Undan Arnarnesi í Eyjafirði og neðansjávar eru hverastrýtur sem líta má á sem sjálfstætt vistkerfi og einstakan lífheim. Sýnum frá þessum stað var safnað árið 2005 og hreinræktaðir stofnar frá þeim geymdir á frysti. Í þessu verkefni voru 100 af þessum stofnum rannsakaðir m.t.t. kennigreiningar með því að rækta þá upp, raðgreina og bera þá saman við stofna í GenBank hjá NCBI. Í ræktun tókst að ná upp 17 stofnum á föstu æti en öllum á fljótandi æti. Mögnun erfðaefnis með PCR gekk eftir með 60 stofna, sem voru sendir í Sanger raðgreiningu. Alls náðist að finna samsvörun við 27 stofna og þar af reyndust 13 stofnar ólíkir innbyrðis. Langflestir voru af ættkvíslinni Bacillus eða 21, en einnig greindust stofnar af ættkvíslunum Kocuria, Micrococcus og Pseudoalteromonas. Með þessari greiningu má segja að tilgangi verkefnisins hafi verðið náð en hann var að komast að því hvaða bakteríur væri að finna nærri þessum hverastrýtum. Þessir stofnar sem fundust hafa allir sín sérkenni sem markast af aðlögun þeirra að búsetu við þessar jaðaraðstæður og eru á þann hátt áhugaverðir til frekari rannsókna varðandi lífvirkni þeirra.
Off Arnarnes in Eyjafjörður and underwater are hot springs that can be considered as an independent ecosystem and a unique living world. Samples from this site were collected in 2005 and pure-cultured strains from them were stored in the freezer. In this project, 100 of these strains were studied for identity analysis by culturing them, sequencing and comparing them to populations at GenBank at NCBI. In culture, seventeen strains were successfully harvested on solid medium but all on liquid medium. Genetic amplification of the 16S gene with PCR was successful with 60 strains, which were sent for Sanger sequencing. A total of 27 strains were matched, of which 13 were found to be non-inferior strains with each other. The vast majority were from the genera Bacillus or 21, but strains were also distinguished from the genera Kocuria, Micrococcus and Pseudoalteromonas. With this analysis, it can be said that the purpose of the project was achieved, but it was to find out which bacteria are near these hot springs. These strains found all have their own characteristics, which are marked by their adaptation to residence under these marginal conditions and are thus of interest for further research regarding their bioactivity.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni B. Sc._Jóhannes S. Aðalbjörnsson.pdf | 485.53 kB | Opinn | Skoða/Opna |