Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45063
Þekking er og hefur alltaf verið ein mikilvægasta auðlind fyrirtækja. Þekking gerir okkur kleift að taka upplýstar ákvarðanir og hafa jákvæð áhrif á framtíðina. Þekkingarstjórnun hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu áratugi innan viðskiptaheimsins auk þess sem greinin sést nú æ oftar á námsskrám háskóla um allan heim. Útgönguferli og útgönguviðtöl eru verkfæri sem fyrirtæki geta notað til að koma í veg fyrir að þekking yfirgefi fyrirtækið og verði eftir þegar starfsmaður hættir störfum. Markmið þessa verkefnis er að kanna hvort og hvernig útgönguferli eru til staðar hjá íslenskum einkafyrirtækjum. Auk þess er leitast við að varpa ljósi á notkun íslenskra fyrirtækja á útgönguviðtölum með tilliti til þekkingarstjórnar.
Rannsóknin á bak við verkefnið byggir á blönduðum aðferðum. Megindlegi hluti rannsóknarinnar fól í sér skoðanakönnun meðal almennings þar sem spurningarnar sneru að þeirra reynslu af þekkingarstjórnun og útgönguferlum hjá þeim fyrirtækjum þar sem þau störfuðu áður. Eigindlegi hluti rannsóknarinnar byggði á viðtölum við stjórnendur mannauðsmála í stórum íslenskum einkafyrirtækjum.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslensk einkafyrirtæki séu að beita þekkingarstjórnun að einhverju marki. Fyrirtæki virðast vera mismunandi langt á veg komin með innleiðingu þekkingarstjórnunar en viðmælendur í rannsókninni voru á eitt sammála um mikilvægi hennar. Þá voru fyrirtækin sem rætt var við, fæst með skilgreind útgönguferli og ekkert þeirra notaðist við útgönguviðtöl sem verkfæri til þekkingarstjórnunar en frekari rannsókna á efninu er þörf.
Knowledge is and will always be one of the most important resources belonging to a company. Knowledge makes it possible for people to make informed decisions and positively influence the future. Knowledge management has been making its presence known in the last few decades within the business world. It‘s also been added to the curriculums of universities worldwide in recent years. Exit strategies and exit interviews are tools for companies to make sure that knowledge stays within the company when an employee retires, is laid off, or resigns. This thesis aims to research if and what type of exit processes are present within Icelandic privately owned companies. In addition, the thesis aims to shed light on the use of exit interviews by Icelandic privately owned companies. about knowledge management.
The base research of the thesis consisted of mixed methods. The quantitative research consisted of a survey among the public about their personal experience with knowledge management and exit strategies at the companies they worked for. The qualitative research consisted of interviews with human resource managers in leading Icelandic privately owned companies.
The results of the study indicate that Icelandic privately owned companies are applying knowledge management to their management practices to some extent. Companies seem to be at different levels of implementation of knowledge management, but the study's interviewees all agreed on its importance. A minority of the companies interviewed had a defined exit strategy or used exit interviews as a knowledge management tool but further research on the topic is needed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc - BryndísRúnHafliðadóttir - Lokaútgáfa.pdf | 1.11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |